Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir 9. febrúar 2025

Forystumenn nýfallins meirihluta í borgarstjórn greinir á um aðdraganda þess samstarfinu lauk. Oddvitar Viðreisnar og Pírata kannast ekki við lýsingar borgarstjóra um slitin megi rekja til oddvita Samfylkingarinnar.

Enn er ekki vitað hvað manni sem myrti tíu í sænskum skóla gekk til.

Aðalmeðferð í málaferlum mennta- og barnamálaráðherra gegn ríkinu fer fram í næstu viku. Hún segir dómsmálið ekki hafa áhrif á stöðu hennar sem ráðherra.

Á annað hundrað þúsund breskar konur voru neyddar til gefa börn sín til ættleiðingar upp úr miðri síðustu öld. Þess er krafist stjórnvöld biðji þær afsökunar áður en það verður of seint.

Danskur maður var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gagnasvik. Hann breytti lögum annarra tónlistarmanna lítillega, hlóð þeim inn á tónlistarveitur sem sínum eigin og tryggði sér þannig tugi milljóna í höfundargreiðslur.

Frumflutt

9. feb. 2025

Aðgengilegt til

9. feb. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,