Kvöldfréttir útvarps

Fífldjarfir ferðamenn virtu viðvaranir að vettugi, dómur Mannréttindadómstóls Evrópu féll geng íslenska ríkinu

Fjöldi fólks virti lokunarhlið og rauð viðvörunarljós í Reynisfjöru vettugi í dag þrátt fyrir varasamar aðstæður. Sveitarstjórinn í Mýrdalshreppi segir erfitt horfa á fólk fara sér voða en það ráði sinni för.

Stjórnvöld þurfa taka dóm Mannréttindadómstóls Evrópu til gaumgæfinnar skoðunar og meta hvernig megi gera betur, segir lögmaður. Dómurinn sagði ríkið hafa brotið gegn konu við rannsókn á ofbeldismálum gegn henni.

Byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á Akureyri, sem stefnt hefur verið síðan 2019, hefur verið frestað um minnst fimm ár.

Frakklandsforseti sendi í dag forsætisráðherra Ísraels erindi og vísaði áhyggjum hans um vaxandi gyðingaandúð í Frakklandi á bug. Hann sagði ekki mætti nota gyðingaandúð sem grýlu.

Aðalmeðferð í Þorlákshafnarmálinu svokallaða hélt áfram í dag.

Frumflutt

26. ágúst 2025

Aðgengilegt til

26. ágúst 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,