Kvöldfréttir útvarps

Vance-hjónin á Grænlandi og auknar rannsóknarheimildir lögreglu

Varaforseti Bandaríkjanna er lentur á Grænlandi. Heimsókn hans og sendinefndar Bandaríkjastjórnar hefur verið gagnrýnd af ráðamönnum, bæði á Grænlandi og í Danmörku.

Dómsmálaráðherra ætlar leggja fram frumvarp í haust um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. Ráðherra segir það mikilvægt til tryggja öryggi fólks í landinu.

Blaðamannafélagið fagnar dómi Hæstaréttar í Brúneggjamálinu og segir hann fordæmisgefandi um rétt almennings og fjölmiðla til upplýsinga hjá hinu opinbera.

Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í stærsta metamfetamín-máli Íslandssögunnar. Sex eru sakaðir um skipulagða brotastarfsemi , stórfellt fíkniefnabrot og hlutdeild í tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots.

Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við háar starfslokagreiðslur sem formaður Sameykis þáði. Hann fær greidd laun í tvö og hálft ár, samtals hátt í sjötíu milljónir króna.

Frumflutt

28. mars 2025

Aðgengilegt til

28. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,