Kvöldfréttir útvarps

Ætla að innlima Gaza og umræða um veiðigjald

Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið taka yfir Gaza-svæðið og neyða íbúa á brott - þetta hafa erlendir miðlar eftir ísraelskum embættismönnum. Árásir Ísraelshers verða hertar, segir forsætisráðherra landsins.

Atvinnuvegaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um breytt veiðigjald á Alþingi í dag. Umræða um frumvarpið stendur yfir í þingsal og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýnt það.

Kári Stefánson, fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki beinlínis hafa komið á óvart þegar honum var sagt upp störfum á föstudaginn - aðferð móðurfélaginsins hafi þó ekki verið sérstaklega hlýleg, hann hafi eiginlega verið skotinn á færi.

Dæmi eru um fólk sem ætlaði kaupa sér kartöfluútsæði hafi gripið í tómt. Sala frá ákveðnum framleiðendum var stöðvuð eftir MATÍS greindi bakteríu sem veldur hringroti. Greiningin er þó mögulega röng því MATÍS dæmdi öll sýni úr stofnútsæði til kartöflubænda ósöluhæf, en greining erlendis sýndi ekkert smit

Frumflutt

5. maí 2025

Aðgengilegt til

5. maí 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,