Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir 19. október 2025

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flugumferðastjóra vera í sjálfheldu í kjaradeilu sinni. Fyrsta lota verkfalla þeirra hefst í kvöld.

Brestir eru komnir í vopnahléð á Gaza. Á fjórða tug féll í loftárásum Ísraelshers í dag.

Aldrei hafa veiðst eins fáir villtir laxar á stöng og í sumar samkvæmt bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar. Þetta vekur ugg, segir sviðsstjóri hjá Hafró. Ekki er vitað af hverju.

Þjóðminjavörður segir ráðist hafi verið á hjarta frönsku þjóðarinnar þegar gripum úr skartgripasafni Napóleons var rænt af Louvre-listasafninu í París í morgun.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Portúgal í háspennuleik í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Frumflutt

19. okt. 2025

Aðgengilegt til

19. okt. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,