Kvöldfréttir útvarps

Íslandsbanki þarf að endurreikna lán en óvíst að einhver fái pening

Bankastjóri Íslandsbanka segir það ekki áfellisdóm yfir bankanum þótt lánaskilmálar hans hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í Hæstarétti í dag.

Endurreikna þarf þúsundir fasteignalána en í mörgum tilfellum verða áhrifin á lántaka engin.

Rafmagn var tekið af nokkrum héruðum í Úkraínu í dag eftir loftárásir Rússa á orkukerfi þar í landi.

Tölvur sem nota Windows 10 stýrikerfið gætu orðið berskjaldaðar fyrir hvers konar árásum á næstu mánuðum. Microsoft hætti í dag þjónusta kerfið.

Hreppsnefnd Tjörneshrepps mat siðferðislega rangt taka við fólksfækkunarframlagi uppá tæpar 248 milljónir. Oddiviti segist hafa heimildir fyrir því framlagið hafi flýtt áformum um möguleika á þvinguðum sameiningum fámenra sveitarfélaga.

Frumflutt

14. okt. 2025

Aðgengilegt til

14. okt. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,