Evrópa hefur verið að þétta raðirnar, segir forsætisráðherra, en er ekki að fjarlægjast Bandaríkin því hún þarf enn á þeim að halda. Mikilvægast sé að ná friði þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu í gær.
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti er kominn til London þar sem hann mun funda með Evrópuleiðtogum. Þeir hafa fylkt liði um forsetann eftir hitafund hans með Bandaríkjaforseta í gær.
Frambjóðendur til formanns í Sjálfstæðisflokknum héldu framboðsræður sínar í dag á landsfundi flokksins. Nýr formaður verður kjörinn á morgun.
Vegfarendur í Reykjavík eru beðnir að sýna aðgát við sérstakar veðuraðstæður. Búist er við að veður og stórstreymi hafi áhrif í borginni alla helgina, sérstaklega frá Kirkjusandi að Ánanaustum og Eiðsgranda.