Grænland, Stuðlar, Grindavík, óveður og ófærð, menningarverðlaun RÚV
Formaður utanríkismálanefndar grænlenska þingsins segir að Grænlendingar vilji ekki verða bandarískir ríkisborgarar, enda hafi það skerðingu á mannréttindum í för með sér .
Sjö eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við bruna á Stuðlum í október 2024. Rannsókn stendur enn yfir - fimmtán mánuðum frá eldsvoðanum.
Hringvegurinn á milli Skaftafells og Jökulsárlóns er lokaður vegna óveðurs. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í grunnskólanum Hofgarði í Öræfum þar sem vegfarendur bíða af sér veðrið.
Guðrún Hannesdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf og Sigur Rós fékk Krókinn, viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu, þegar Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar í dag.