Kvöldfréttir útvarps

120 milljóna kaup á ráðgjöf ríkislögreglustjóra, sérstaða ríkisendurskoðenda og veitingastaðnum Shanghai lokað aftur

Ríkislögreglustjóri keypti þjónustu af stjórnunarfyrirtæki Intru ráðgjöf fyrir nærri hundrað og sextíu milljónir síðastliðin fimm ár. Eini starfsmaðurnn hefur verið á háu tímakaupi, meðal annars við flytja embættið og fara í húsgagnaverslanir.

Alþingi getur vikið ríkisendurskoðanda úr embætti njóti hann ekki lengur trausts. Starfsfólk Ríkisendurskoðunar sakar hann um einelti en hann fer sjálfur með mannauðsmál.

Slæm veðurspá virðist hafa ýtt við fólki, sem vílaði ekki fyrir sér bíða nærri daglangt í mörghundruð metra röðum eftir dekkjaskiptum.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur lokað veitingastaðnum Shanghai í Pósthússtræti í annað sinn.

Búist er við gríðarlegri úrkomu þegar fellibylurinn Melissa gengur yfir Jamaíka, og gæti hann orðið sterkasti sem náð hefur þar landi.

Frumflutt

27. okt. 2025

Aðgengilegt til

27. okt. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,