Kvöldfréttir útvarps

Drónaflug Rússa reynir á þolrif Evrópu

Rof Rússa á lofthelgi Póllands er mati sérfræðinga tilraun þeirra til láta reyna á loftvarnir Pólverja og samstöðu Vesturlanda. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa flest verið á eina leið.

Tóninn verður sleginn fyrir þingveturinn þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Ummæli forseta Íslands um málþóf við þingsetningu virðast hafa fallið í grýttan jarðveg hjá þingmönnum. Ólafs Þ. Harðarson,

Stjórnmálafræðingur telur stjórnarflokkarnir eigi ekki eftir líða langt málþóf.

Útgöngubann er í gildi í Nepal eftir hörðustu mótmæli þar í landi í áratugi.

Velta danska lyfjarisans Novo Nordisk á síðasta ári var þúsund milljörðum meiri en landsframleiðslan á Íslandi. Sérfræðingur segir óheppilegt þegar eitt fyrirtæki verður svona stórt í hagkerfinu.

Rúmlega 70 prósent landsmanna telja svikahrappa hafa reynt hafa af þeim gegnum net eða síma, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Hlutfallið er óbreytt frá 2014.

Frumflutt

10. sept. 2025

Aðgengilegt til

10. sept. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,