Kvöldfréttir útvarps

Geislameðferðir, Gaza, olíubirgðastöð, neyslurýmið Ylja eins árs, flugdólgur í innanlandsflugi, Hugleikur fær gula spjaldið

Annað tveggja tækja sem notuð eru í geislameðferð gegn krabbameini á Landspítalanum, bilaði í morgun og því er aðeins eitt slíkt í notkun. Fimm af fimmtán stöðugildum geislafræðinga eru ómönnuð og biðlistar lengjast.

Ísraelsher hefur hert árásir sínar á norðurhluta Gaza-strandarinnar. Þar hafa átta dáið úr hungri í dag.

Þrátt fyrir starfsemi olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey víkjandi samkvæmt aðalskipulagi er ekki víst henni verði gert víkja segir deildarstjóri aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg. Fara þurfi í umfangsmikla staðarvalsgreiningu.

Yfir 240 hafa nýtt sér þjónustu neyslurýmisins Ylju, sem hefur verið starfrækt í eitt ár. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðsóknina sýna þörfina fyrir úrræðið.

Flugdólgur ýtti og sló til flugfreyja og farþega í innanlandsflugi í gær . Hann var handtekinn skömmu eftir lendingu en sleppt úr haldi í dag.

Skopmyndateiknarinn Hugleikur Dagsson segir hættu á Facebook-aðgangi hans verði lokað vegna dónaskapar. Hann er þó ekki hættur birta myndir á samfélagsmiðlinum.

Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Stjórn útsendingar: Védís Kalmansdóttir

Frumflutt

13. ágúst 2025

Aðgengilegt til

13. ágúst 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,