Þrjú börn frá Gaza koma til landsins í kvöld í fylgd starfsmanna frá utanríkisráðuneytinu. Börnin hitta móður sína eftir tíu mánaða aðskilnað.
Rúmlega hálf milljón innflytjenda í Bandaríkjunum á nú á hættu að vera vísað úr landi. Alríkisdómari í Massachussetts hafði meinað ríkisstjórninni að ógilda reglugerð frá tíð fyrri stjórnar sem verndaði þennan hóp. Hæstiréttur sneri þeim dómi við í dag.
Námi í fjallaleiðsögn hefur verið bjargað fyrir horn með fjármagni frá menntamálaráðuneytinu. Innritun í Fjallaskóla Íslands hefst eftir helgi.
Nýtt strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra getur valdið ósjálfbærni í veiðum að mati forstjóra Hafrannsóknastofnunar