Kvöldfréttir útvarps

Veiðigjald á að hækka og Kaldvík sakað um lögbrot

Atvinnuvegaráðherra kynnti í dag hækkun veiðigjalds á Alþingi í dag. Gjaldinu er ætlað endurspegla betur raunverulegt aflaverðmæti. Áformin fengu misjafna dóma á þingi.

Matvælastofnun telur Kaldvík hafi mögulega brotið lög um velferð dýra með því sleppa seiðum í allt of kaldan sjó í nóvember og desember. Yfir 700 þúsund seiði drápust. MAST kærði fyrirtækið til lögreglu í dag.

Samgönguráðherra segir áfram verði flogið til Ísafjarðar. Flugið verði boðið út og óvíst hver kostnaðurinn af því verði fyrir ríkið.

Starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands vinnur launalaust til geta útskrifað nemendur í vor. Skólinn er gjaldþrota en unnið er því færa málefni hans milli ráðuneyta og tryggja áframhaldandi rekstur.

krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir sjö fjölmiðlamönnum sem handteknir hafa verið í mótmælum í Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir áhyggjum af fjöldahandtökum í tengslum við mótmælin.

Frumflutt

25. mars 2025

Aðgengilegt til

25. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,