Snyrtifræðingar hafa ítrekað kært starfsemi leyfislausra snyrtistofa til lögreglu. Að mati Samtaka iðnaðarins grasserar þar eftirlitslaus glæpastarfsemi.
Rafmagni sló út víða á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Rafmagn kom víða fljótt á aftur, en rafmagnsleysið varði í rúman klukkutíma í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi.
Það eru engin köld svæði á Íslandi, segir orkumálaráðherra, sem ætlar í stórsókn í jarðvarma svo Ísland glati ekki forskoti sínu.
Forseti Úkraínu varaði við hnignun alþjóðalaga og stofnana í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Í fyrsta sinn frá 1967 hélt sýrlenskur forseti ræðu á þinginu.
Utanríkisráðherra segir alþjóðasamfélagið bregðast skyldum sínum krefjist það ekki að alþjóðalög séu virt í stríðinu á Gaza. Hún komst við þegar hún flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag.
Ný hófsöm hagsveifla er að hefjast í íslensku efnahagslífi. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir verðbólgu þó áfram verða þráláta.
Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir