Kvöldfréttir útvarps

Dregur úr úrkomu og hringlandaháttur í Vesturbænum

Farið er draga úr úrkomu á landinu. Veðurstofan varar áfram við skriðuhættu víða um land. Bóndi í Hornafirði segir vel hefði mátt koma í veg fyrir skemmdir sem urðu á heyforða hans í úrhellinu.

Foreldrar í Vesturbæ lýsa hringlandahætti og óvissu með leikskólamál í hverfinu. Sum börn hafa verið látin flakka á milli fjögurra leikskóla á þremur árum.

Þúsundir komu saman í New York í dag og mótmæltu forsætisráðherra Ísraels sem staddur er í borginni. Sameinuðu þjóðirnar birtu í dag uppfærðan lista yfir fyrirtæki með starfsemi í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu.

Breytingar sem gerðar verða á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga um áramót hafa mest áhrif á þá sem greiða meira en 40 þúsund krónur fyrir lyf á ári.

Frumflutt

26. sept. 2025

Aðgengilegt til

26. sept. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,