Kvöldfréttir útvarps

Grindavík og gos, barnaníðingar handteknir, dýrahald í fjölbýli og íshellaferðir

Engin virkni hefur sést í gossprungunni á Reykjanesskaga frá því síðdegis í gær. Almannavarnastig var fært af neyðarstigi niður á hættustig í dag og bærinn opnaður íbúum.

Tveir menn voru handteknir á Íslandi í mars í alþjóðlegri lögregluaðgerð gegn dreifingu á barnaníðsefni. Aðgerðin náði til nærri fjörutíu landa.

Talsverð óvissa ríkir á hlutabréfamörkuðum í aðdraganda blaðamannafundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Fastlega er búist við hann tilkynni víðtæka verndartolla á innflutningsvörur.

Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands vill frumvarp um rýmri leyfi til dýrahalds í fjölbýli verði rætt af yfirvegun, fólk með dýraofnæmi ekki dýrahatarar.

Engar reglur gilda um íshellaferðir utan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar verða íshellaferðir óheimilar í sumar en annars staðar liggur ákvörðun um slíkt hjá þeim sem bjóða slíkar ferðir.

Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

2. apríl 2025

Aðgengilegt til

2. apríl 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,