Stjórnarandstaðan sagði undir þinglok að forseti Alþingis hefði brugðist trúnaði og væri einungis forseti meirihlutans. Forsætisráðherra vonar að næsti þingvetur verði ekki eins og sá sem var að líða.
Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja hundrað prósenta viðbótartoll á vörur frá ríkjum, sem enn stunda viðskipti við Rússland, ofan á þá tolla sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á þau.
Á Hjarðarlandi í Biskupstungum mældist 29,5° hiti í dag, þar varð heitast á landinu. Hitamet féllu víða og sums staðar munar miklu á nýju og gömlu meti. Íbúar í Árborg eru beðnir um að spara kalda vatnið vegna hlýindanna og Vegagerðin biður vegfarendur að aka með gát á vegum landsins því bikblæðinga hefur orðið vart víða í hitanum.