Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir 2. febrúar 2025

Hríðarveður gengur yfir landið á morgun og aðra nótt, og í sumum landshlutum er útlit fyrir ofsaveður. Útlit er fyrir enn verra veður seinna í vikunni. Þá getur orðið ofsaveður um land allt.

Evrópusambandið segir svarað verði í sömu mynt ef Bandaríkjaforseti lætur verða af hótun sinni um hækka tolla á innflutning frá aðildarríkjum ESB.

Til stendur hækka gatnagerðargjöld í Reykjavík. Þau hafa ekki staðið undir kostnaði. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gjöldin allt tvöfaldast og leggjast þungt á húsbyggjendur.

Nýleg rannsókn sýnir kolefnisbinding sem hlýst af skógrækt er ekki eins mikil og af beitingu á landi.

Ekki er hægt tryggja öryggi listaverka í núverandi húsnæði Listasafns Íslands, samkvæmt nýrri skýrslu. Safnstjóri segir til skoðunar flytja safnið.

Frumflutt

2. feb. 2025

Aðgengilegt til

2. feb. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,