Rússneskar þotur rjúfa lofthelgi og skip svipt haffærisskírteini
Þrjár rússneskar orrustuþotur rufu lofthelgi Eistlands í dag og voru þar í 12 mínútur. Enn eitt dæmið um ófyrirleitna hegðun Rússa, segir talskona NATO.
120 skip voru í morgun svipt haffærisskírteini eftir úttekt Samgöngustofu, sem hófst vegna rannsóknar á banaslysi á sjó í sumar. Formaður smábátafélagsins Bárunnar lítur málið alvarlegum augum.
Tvöfalda á gjaldið fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. Þetta á að gera Útlendingastofnun kleift að afgreiða umsóknirnar hraðar en þær hafa margfaldast á undanförnum árum.
Noah Lyles varð heimsmeistari í 200 metra hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í Japan í dag