Kvöldfréttir útvarps

Óveður um allt land, tollastríð og Ísland, framhaldsskólakennarar í verkfall, frönsk stjórnvöld og forseti Íslands

Aftakaveður gengur yfir landið og hættustig er í gildi. Samgöngur hafa farið úr skorðum og skólahald leggst víða af á morgun. Aukin skriðuhætta er á Suður- og Suðausturlandi og björgunarsveitir hafa vart undan við svara útköllum.

Lífskjör og velmegun á Íslandi byggir mestu á viðskiptum við útlönd. Laskist þau vegna tollastríðs mun það hafa alvarleg áhrif hér á landi segir seðlabankastjóri.

Framhaldsskólakennarar hafa samþykkt ótímabundið verkfall í fimm skólum frá 21. febrúar.

Tillaga um vantraust á ríkisstjórn Frakklands var felld með miklum meirihluta í franska þinginu síðdegis.

Forseti Íslands var fjarverandi á minningarathöfn um helförina í Auschwitz, þar sem hún stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna í janúar. Þetta kemur fram í samskiptum forsetaembættisins við utanríkisráðuneytið í aðdraganda ferðarinnar.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásrún Brynja Ingvarsdóttir

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

5. feb. 2025

Aðgengilegt til

5. feb. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,