Kvöldfréttir útvarps

Sveitarfélögin kæra kennaraverkföll til Félagsdóms, þingmálaskrá og fylgi stjórnmálaflokka

Samband íslenskra sveitarfélaga krefst þess Félagsdómur dæmi verkföll kennara ólögmæt. Formaður Kennarasambandsins segir málshöfðun sveitarfélaganna sýni hver samningsvilji þeirra í raun.

Á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnarinnar ætla ráðherrar hennar leggja fram rúmlega hundrað mál í þinginu. Formenn stjórnarflokkanna kynntu þingmálalista síðdegis í fullri einingu og samstöðu eins og forsætisráðherra komst orði.

Sjö af hverjum tíu styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Flokks fólksins dalar nokkuð.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið fresta tollahækkun á vörur frá Mexíkó í einn mánuð. Talsverður órói var á mörkuðum í dag.

Ég spila Goldberg-tilbrigðin aldrei eins segir Víkingur Heiðar Ólafsson sem fékk um helgina Grammyverðlaun fyrir flutning sinn á þeim.

Nokkrum vegum hefur verið lokað vegna óveðurs sem gengur yfir landið.

Frumflutt

3. feb. 2025

Aðgengilegt til

3. feb. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,