Úrræðaleysi þegar kemur að einstaklingum sem metnir eru hættulegir er óboðlegt, segir dómsmálaráðherra. Ný ríkisstjórn hyggst taka málið föstum tökum.
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir kennara ekki tilbúna til að slá af sínum kröfum. Það yrði slæmt ef kjaradeilan myndi enda með því að lög yrðu sett á verkfall.
Líðan kvennanna fjögurra sem var sleppt úr haldi Hamas samtakanna í dag er sögð stöðug. Á sama tíma var 200 palestínskum föngum sleppt úr ísraelskum fangelsum.
Spreyjað var á Alþingishúsið og styttu sem stendur við bygginguna í dag.
Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni.