ok

Kvöldfréttir útvarps

Gróðureldar, fólksfjölgun á Vestfjörðum, dómur í hnífstungumáli, tófa á borginni, orð ársins

Tveir eru látnir og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín í Los Angeles vegna mikilla gróðurelda víða um borgina. Þúsundir bygginga hafa skemmst og ekki sér enn fyrir endann á ósköpunum.

Vestfirðingum hefur fjölgað síðustu ár eftir stöðuga fækkun áratugina á undan. Í stærri sveitarfélögum fjölgar fólki orðið í takt við meðaltal annars staðar.

Hópur unglingspilta króaði af tófu sem hafði strokið úr Húsdúragarðinum í Reykjavík og hjálpuðu starfsmanni að handsama hana og koma heim í garðinn.

Orð ársins að mati lesenda RÚV punktur is er hraunkælingarstjóri. Mikill heiður, segir eini maðurinn sem ber þennan titil.

ÍSÍ hefur til skoðunar mál Héraðssambands Vestfirðinga um meintar ofskráningar íþróttafélags innan sambandsins, til að fá hærri fjárstyrki.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Þorgils Jónsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

8. jan. 2025

Aðgengilegt til

8. jan. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,