Morgunútvarpið

Sumarsólstöðuganga í tæp 40 ár, Reykvíkingur ársins landaði laxi í beinni, lögreglan og leigubílar og íbúakönnun landshlutanna

Við fræddumst um Sumarsólstöðugöngu sem farin hefur verið óslitið frá 1985. Þau Þór Jakobsson, veðurfræðingur og upphafsmaður göngunnar og Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni, sögðu okkur frá þessari göngu sem er Sumarsólstöðugönan í Viðey. Hún hefur þó ekki alltaf verið gengin þar. Meðal þátttakenda í ár er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í fjórtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Við heyrðum í Þórdísi Lóu þar sem Marta setti í lax í beinni.

Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga von á kæru eftir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaði ástand og stöðu leigubíla í miðborginni um helgina. Lögreglan segir mikið verk fyrir höndum skoða þá 900 aðila sem hafa leyfi til leigubílaakstur en lögreglan hafði afskipti af 105 bílstjórum um helgina. Með lögreglu á vettvangi voru aðilar frá Skattinum og Samgöngustofu. En hvað er það sem verið var athuga með og hverjar voru helstu brotalamir? Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kom í morgunkaffi.

Hvar á landinu er best búa? Niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna fyrir árið 2023 hafa verið birtar. Könnunin er framkvæmd á fjögurra ára fresti. Markmið könnunarinnar var meta almenna velferð um land allt og framtíðaráform íbúa, stöðu á vinnumarkaði og búsetuskilyrði. Þá var einnig könnuð afstaða innflytjenda. Í þeirri skýrslu er dregin fram afstaða innflytjenda í nýlokinni íbúakönnun og hún borin saman við afstöðu Íslendinga. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafði yfirumsjón með framkvæmdinni og hann fór yfir helstu niðurstöður með okkur.

Lagalisti:

Emilíana Torrini - Baby Blue

Ragnhildur Gísladóttir - Hvað Um Mig Og Þig?

Hannes ft. Waterbaby - Stockholmsvy

Bubbi Morthens & Katrín Halldóra - Án Þín

Purple Disco Machine - Honey Boy (ft. Nile Rodgers & Shenseea)

Billie Eilish - Lunch

Fun & Janelle Monáe - We Are Young

KUSK - Sommar

R.E.M. - Man On The Moon

Harry Styles - As It Was

Omar Apollo - Evergreen (You Didn't Deserve Me At All)

The Stranglers - Golden Brown

Á Móti Sól - Sæt

Benson Boone - Beautiful Things

Frumflutt

20. júní 2024

Aðgengilegt til

20. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,