Morgunútvarpið

22. nóv - Stjórnmál, heitt vatn og tennis

Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal lék sinn síðasta tennisleik í byrjun vikunnar. Nadal hefur markað djúp spor í íþróttasöguna og mun standa uppi sem einn besti tennisspilari hennar. Við ætlum þessa ákvörðun hans, ferilinn og áhrifin við Andra Jónsson, landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands í Tennis.

Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri Landsambands ungmennafélaga, og Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, verða gestir okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum kosningaþátttöku ungs fólks og verkefnið #Égkýs.

Sagt var frá því fyrr í vikunni Veitur hafi fundið heitt vatn á Brimnesi á Kjalarnesi og á Geldinganesi. Það eru vinnslusvæði sem sjá höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni gæti því fjölgað úr sex í átta á næstu árum. Þráinn Friðriksson auðlindaleiðtogi hitaveitunnar hjá Veitum færir okkur í allan sannleikann um það.

Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Jakob Frímann Magnússon, sem skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Hildi Þórðardóttur, sem skipar annað sætið á lista Lýðræðisflokksins í sama kjördæmi.

Fréttir vikunnar: Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Vigdís Hasler fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna koma til okkar.

Frumflutt

22. nóv. 2024

Aðgengilegt til

22. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,