Um tíuleytið í gærkvöldi var engin virkni í nýjasta eldgosi Sundhnúkagígsraðarinnar. Skjálftavirkni og aflögun hélt þó áfram. Við ætlum stuttlega að taka stöðuna eftir nóttina með Benedikt Ófeigssyni fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.
Hermann Arnar Austmar, stjórnarmaður í Astma- og ofnæmisfélaginu, ræðir við okkur um frumvarp Ingu Sæland um breytingar á ákvæðum laga um fjöleignarhús sem varða dýrahald þannig að samþykki annarra eigenda fyrir hunda- og kattahaldi sé ekki nauðsynlegt. Frumvarpið var rætt á þingi í fyrradag.
Við heyrum mikið um ásælni stórra karla í önnur lönd og landsvæði þessi misserin. En eru til lönd sem enginn vill eiga? Björn Berg Gunnarsson kemur til okkar og segir okkur frá óeftirsóknarverðu löndunum.
Þrengt hefur að stuðningi við þróunarsamvinnu og það bakslag sem við stöndum frammi fyrir í mannréttindamálum í heiminum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á frið og stöðugleika á heimsvísu? Við fáum til okkar Gísla Rafn Ólafsson framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi og Tótlu Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til að ræða stöðuna.
Bjarni Þór Hannesson, grasvallatæknifræðingur og yfirvallastjóri, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ræðum golfsumarið framundan - og gras almennt eftir veturinn.
Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum rýmingar í almannavarnaástandi - hversu langt ríkið megi ganga í því að fjarlægja þig af heimili þínu og hvort ríkið þurfi alltaf að bjarga þér.