Morgunútvarpið

20. feb. -Fylliefni, kílómetragjald, þorramatur o.fl..

Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Þessu hafa læknar kallað eftir í einhvern tíma. Við heyrum í Rögnu Hlín Þorleifsdóttur húðlækni.

Almarr Ormarsson, íþróttafréttamaður, verður á línunni frá Ungverjalandi þar sem íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur í dag lykilleik í því komast á Evrópumótið.

Sálfræðideild HR heldur í dag málstofu þar sem stendur til ræða samfélagsmiðla og tölvuleikjanotkun barnanna okkar og áhrif þessarar altumlykjandi tækni á líðan þeirra.

Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við Sálfræðideild HR og barnasálfræðingur kemur til okkar ásamt Hönnu Steinunni Steingrímsdóttur sem er líka dósent við Sálfræðideild HR.

Ríkisstjórnin ætlar í vikunni kynna nýtt fyrirkomulag kílómetragjalds sem taka á gildi um mitt ár. Olíugjald verður fellt niður og kílómetragjald kemur í staðinn. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær þetta mikilvæga og óumflýjanlega breytingu. Við ræðum þessi mál við Ingvar Þóroddsson, þingmann Viðreisnar, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Miðflokksins.

virðist hver þorrablótsfarinn á fætur öðrum enda heima með matareitrun. minnsta kosti þrjár hópsýkingar hafa orðið þennan Þorrann. Hefur fólk eitthvað misst tökin á þorramatnum? Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, hússtjórnarkona með meiru fer yfir grundvallaratriðin í slíkum veislum.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum slembibækur úr safni hans þaðan sem hann hefur á síðustu dögum birt áhugaverðan sögulegan fróðleik.

Frumflutt

20. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,