Morgunútvarpið

4.apríl -Hugarheimur barnanna, hrun á mörkuðum og fréttir vikunnar

Mikil umræða hefur skapast um þá áhrifavalda sem hafa aðgang hugum barnanna okkar undanförnu. Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir , sálfræðingar á Geðheilsumiðstöð barna - HH ætla gefa okkur nokkur góð ráð um það hvernig við komumst betur inn í hugarheimi barnanna okkar.

Tollaáætlanir Bandaríkjaforseta höfðu áhrif á markaði um allan heim í gær og ekki hefur sést jafn skörp dýfa á hlutabréfamörkuðum vestan hafs síðan 2020. Hvað gerist næst? Við ræðum málið við Jón Bjarka Bentsson aðalhagfræðing Íslandsbanka.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því norska í Þjóðadeild Evrópu í dag. Edda Sif Pálsdóttir stýrir umfjöllun fyrir leik og kemur við hjá okkur.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar venju samkvæmt á föstudegi, í þetta skiptið með Sveini Waage, ráðgjafa og fyrirlesara, og Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmanni og leikskólastjóra.

Frumflutt

4. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,