Morgunútvarpið

19. feb - Strandveiðar, borgarmál og alþjóðamál

Eflaust eru einhver sem líta út um gluggann hjá sér og það síðasta sem þeim dettur í hug er ráðast í garðverkin. Hvaða verkefni er best ráðast í á þessum árstíma -áður en brumið birtist? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur lítur við hjá okkur.

Björn Berg Gunnarsson verður með hálfsmánaðarlegt fjármálahorn.

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði verður á línunni frá París.

Í gær fór fram sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi á Alþingi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og hann verður gestur okkar ásamt Lilju Rafney Magnúsdóttur, þingmanni Flokks fólksins.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, ræða við okkur um stöðuna í borginni og meirihlutaviðræður.

Frumflutt

19. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,