
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Í fjórða þætti Útúrdúrs fjöllum við um ljóðasöng og söngröddina í víðara samhengi. Þrír frábærir söngvarar ræða um ljóðasöng frá ýmsum hliðum og syngja lög eftir Hugo Wolf, Claude Debussy og Robert Schumann: Kristinn Sigmundsson bassi, Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Gunnar Guðbjörnsson tenór.
Allir dagar eru hinsegin dagar fyrir hinsegin fólk. Fylgst er með hinsegin einstaklingum í leik og starfi í aðdraganda Gleðigöngunnar á Hinsegindögum. Við heyrum alls konar sögur um gleði og sorgir, áföll og sigra. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson. Upptökustjórn: Kári Snær Halldórsson.
Heimildarmynd um rithöfundinn Pétur Gunnarsson. Arthúr Björgvin Bollason tekur Pétur tali og vinir hans og samferðafólk segja frá kynnum sínum af honum. Rætt er um áhrifavalda Péturs auk þess sem farið er yfir feril hans frá fyrstu verkum til þess sem hann er að fást við í dag. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Unnur Regína Gunnarsdóttir berst af krafti við kerfið. Hún var búin að sætta sig við að vera með óútskýrðan sjúkdóm og kvíðann sem honum fylgdi en fékk loks rétta greiningu.
Sænskur heimildarþáttur frá 2021 um fyrirtíðaspennu. Hanna Persson þjáist af mikilli fyrirtíðaspennu og einkennin geta birst sem reiði, kvíði og jafnvel sjálfsvígshugsanir. Hún ákveður að leita sér hjálpar. Spurningin er hvort til sé einhver önnur lausn en að taka lyf.
Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.
Fjallað er um lífríki sveppa og þann ótrúlega fjölbreytileika sem þar býr. Rætt er m.a. við Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur doktor í sveppafræðum, Heimi Janusarson garðstjóra í Hólavallagarði og Sindra Má Sigfússon tónlistarmann sem nýtir sér sveppi við tónsmíðar.

Upptaka frá uppistandi Sóla Hólm í Bæjarbíói í nóvember 2022. Sóli er með vinsælustu grínurum og eftirhermum landsins. Hér gerir hann stólpagrín og bregður sér í ýmissa einstaklinga líki við ósvikna kátínu viðstaddra.

Íslensk kvikmynd frá 2022 í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja forðum tíð. Gerði hann rétt að taka skyldur sínar við sveit og eiginkonu fram yfir ástina, eða sveik hann þannig sitt eigið hjarta? Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem og Björn Thors.

Gamanmynd um fjóra vini sem hafa nýlokið menntaskóla með glæsibrag og eru á leið í háskólanám. Þau hafa öll sinnt náminu samviskusamlega, haldið sig frá drykkju og almennt verið til fyrirmyndar. Nú ákveða þau að nýta síðasta sumarfríið fyrir háskólann til að sletta rækilega úr klaufunum og prófa allt það sem þau neituðu sér um á menntaskólaárunum. Leikstjóri: Chris McCoy. Aðalhlutverk: Nicholas Braun, Zoey Deutch, Mateo Arias og Israel Broussard. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Fjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bjarmi slær metið sitt í að halda á lofti en Bjalla og Bolli verða fyrir barðinu á risavöxnum fótboltanum hans Bjama. Bjalla meiðist og Bolli reynir að sannfæra hana um að leita sér aðstoðar.
Ylfa og Máni mæta aftur í Matargat og búa til tvær mismunandi og gómsætar pizzur.
ÍþróttaTÍMI heldur áfram og að þessu sinni keppa liðin Tveir fellar og Stjörnurrnar.
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Að þessu sinni keppa Gróttumenn á móti Gróttustelpum í þrautunum Fílaða og Boltabækur.
Fílaða: Keppendur festa gorm við ennið á sér og reyna að sveifla gorminum upp á ennið. Liðið sem er undan vinnur.
Boltabækur: Keppendur rúlla tennisbolta í fötu, með þvi að nota bók sem stökkbretti. Liðið með fleiri bolta í fötu vinnur.
Keppendur;
Gróttumenn: Sigurður Halldórsson og Andrés Bjarnason
Gróttustelpur: Sigríður Sigurpálsdóttir Scheving og Emma Nardini Jónsdóttir
Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen stýra Stundinni okkar og prófa allt sem þeim dettur í hug.
Erlen og Lúkas skella sér í Húsdýragarðinn og fræðast um seli, refi og hreindýr. Þau fá að gefa selunum fisk, fara inn í refabúrið og prófa að gefa hreindýrum mosa.

Íslensk kvikmynd frá 2022 í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja forðum tíð. Gerði hann rétt að taka skyldur sínar við sveit og eiginkonu fram yfir ástina, eða sveik hann þannig sitt eigið hjarta? Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem og Björn Thors.