
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Það er Valentínusardagur! Eddi strútapabbi veit ekki hvað hann á að taka til bragðs þegar ástar-örinn, sem börnin hans gera fyrir hann, fer beint í Kráku. Hún verður strax ástfanginn af Edda en greyið Eddi veit ekki hvernig hann á að haga sér gangvart svona aðdáenda!
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.

Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.

Allir krakkar ættu að vera snillingar í því að fara eftir umferðarreglunum. Erlen er úti í umferðinni og kannar hvaða reglur krakkar, og reyndar fullorðnir líka, þurfa að kunna til að vera örugg í umferðinni.
Umferðarsnillingurin Erlen er alltaf með hjálm þegar hún er úti að hjóla, því hjálmar geta bjargað lífi. Hún kemst að því að það er líka mikilvægt að velja rétta hjálminn sem passar og hjóla á öruggum stöðum.
Edduverðlaunaþættir frá 2016 úr smiðju Ævars vísindamanns. Sem fyrr kannar Ævar furðulega og spennandi hluti úr heimi vísindanna. Hann fer meðal annars í svaðilför til Surtseyjar og rannsaka stærstu tilraun í heimi. Stórskemmtilegir þættir fyrir alla fjölskylduna. Dagskrárgerð: Gunnar B. Gudmundsson og Ævar Þór Benediktsson.
Í þættinum setjum við frumefnin undir smásjána. Vísindamaður dagsins bjó til lotukerfið, við skoðum hvað gerist ef allt súrefni á jörðinni hyrfi í fimm sekúndur og svo ætlar Ævar að skoða vísindin á bak við köfun.

Íslensk heimildarmynd eftir Freyju Kristinsdóttur um baráttu manns við kerfið. Hilmar Egill Jónsson fékk synjun frá Matvælastofnun árið 2012 um innflutning á fjölskylduhundinum Rjóma og þar með hófst lygileg atburðarás og fimm ára þrotlaus barátta hans við opinbera kerfið á Íslandi. Inn fléttast saga hundahalds á Íslandi og viðhorf Íslendinga til hunda. Klassísk saga af óréttlæti sem lætur engan ósnortinn. Myndin hlaut hvatningarverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg.

Dönsk heimildarmynd frá 2021. Leikkonan Anne Sofie Espersen var greind með MS árið 2019. Hún kannar hvort hægt sé að bæta ónæmiskerfið og styrkja líkamann með einföldum öndunaræfingum, oföndun og ísböðum.

Sænsk þáttaröð þar sem fylgst er með brúðkaupsljósmyndurum mynda ástfangin pör á þessum miklu tímamótum.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Fyrir nokkrum árum fundust í kjallara Sálarrannsóknafélags Íslands hljóðupptökur á stálþráðum sem sagðar eru vera frá upphafsárum félagsins á Íslandi. Margir þekktir miðlar hafa starfað á vegum félagsins en hvað leynist á upptökunum og er hægt að hlusta á þær? Við kynnum okkur skilaboð að handan, sögu spíritisma og reynum að finna út hvort hægt sé að hlusta á upptökurnar.

Heimildarmynd í tveimur hlutum frá BBC. Þrjú ár eru liðin frá fyrri heimildarmynd þar sem leikkonan Vicky McClure stofnaði kór með fólki með heilabilun. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks með heilabilun. Nú snýr Vicky McClure aftur og kórinn kemur saman á ný.

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Jóhann kom ungur fram á sjónarsviðið með eigin hljómsveit, Óðmönnum. Hann söng og lék á hljóðfæri sitt, oftar en ekki eigin lög og texta en mörg laga hans urðu mjög vinsæl. Síðustu árin hneigðist hugur hans einnig til myndlistar og hann stundaði hana og lagasmíðar jöfnum höndum. Dagskrárefnið er úr safni RÚV. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason. e.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.
Hart hefur verið tekist á um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Stjórnvöld segja greinina vel aflögufæra en frá henni heyrast áhyggjuraddir
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sátu fyrir svörum.
Einnig rætt við gesti í dal og spurningar frá landsmönnum bornar upp.
Sjaldgæfir sjúkdómar skipta þúsundum á heimsvísu og nokkur hundruð hafa greinst hér á landi. Þótt ólíkir séu er sameiginlegt með mörgum þeirra að fólki er hætt við að lenda utanveltu í opinberum kerfum samfélagsins. Í nýrri íslenskri heimildarmynd er skyggnst inn í líf þriggja fjölskyldna barna með sjaldgæfan sjúkdóm og vandamál þeirra reifuð af lækni og formanni Einstakra barna, stuðningsfélags barna og ungmenna með slíka sjúkdóma. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson.

Norsk fræðsluþáttaröð um hressandi tilraunir. Þeir Rune Nilson og Per Olav Alvestad láta sér detta ýmislegt misgáfulegt í hug og hrinda því yfirleitt í framkvæmd.

Húsálfurinn Bolli, sem býr á skrifborði hins 11 ára gamla Bjarma, fær óvæntan herbergisfélaga þegar skólaálfurinn Bjalla smyglar sér heim í pennaveskinu. Bolli og Bjalla ákveða að búa til skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar. Í þættinum eru það krakkarnir sem slá í gegn, hvort sem það er í spurningakeppninni Frímó, við bakstur eða með ofursvala bílskúrsbandinu Stundin rokkar.
Í þessum þættir kynnumst við húsálfinum Bolla sem fær til sín óvæntan gest þegar skólaálfurinn Bjalla mætir á skrifborðið hans Bjarma.
Gróttustelpur og Gróttumenn, ásamt dyggu stuðningsliði, mætast í æsispennandi Frímó keppni og Ylf og Máni kenna okkur að búa til berjaboost.

Snillingarnir Linda Ýr og Baldur Björn eru í rannsóknarleiðangri og ætla að komast að því hvers vegna náttúran er að breytast.
Jörðin er þáttur sem fjallar um umhverfismál og hvernig krakkar geta hjálpað til við að breyta heiminum til hins betra.
Umsjón: Linda Ýr Guðrúnardóttir og Baldur Björn Arnarsson
Linda og Baldur eru búin að læra mikið um umhverfismál og eru að velta því fyrir sér hvernig framtíðin jarðar verður. Með allt þetta plast og rusl og mikla matarsóun er auðvelt að fyllast kvíða. Linda og Baldur eru hins vegar viss um að jarðarbúar geti bjargað heimili sínu ef allir hjálpast að.
Þau spjalla við umhverfisráðherra og hitta hann Sævar Helga aftur til að taka stöðuna.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Nýja bílskúrshljómsveitin okkar, Gulu Kettirnir hefjast handa við að semja sitt eigið lag. Við lærum nokkur vel valin orð sem notuð eru í tónlistarheiminum. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Lottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Bein útsending frá keppni í Skólahreysti. Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Umsjón: Anna Sigrún Davíðsdóttir og Daníel Óskar Jóhannesson. Stjórn útsendingar: Sturla Skúlason.

Gamanmynd frá 2007 um ævintýri hins seinheppna Mr. Bean þegar hann vinnur ferð til borgarinnar Cannes í Frakklandi. Þar verður hann óvart valdur að því að ungur drengur verður viðskila við föður sinn og þarf að hjálpa feðgunum að sameinast á ný. Leikstjóri: Steve Bendelack. Aðalhlutverk: Rowan Atkinson, Willem Dafoe og Steve Pemberton.

Bandarísk kvikmynd frá 2019 byggð á sönnum atburðum. Árið 2016 kærði Gretchen Carlson, fyrrverandi fréttakona bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, Roger Ailes, stjórnarformann stöðvarinnar, fyrir kynferðislega áreitni. Í kjölfarið steig hópur kvenna fram sem hafði sömu sögu að segja um Ailes. Aðalhlutverk: Charlize Theron, Nicole Kidman og Margot Robbie. Leikstjórn: Jay Roach. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.