Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fimm ár eru frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í Reykjavík, þar sem þrír létust. Kveikt var í húsinu en óháð því höfðu aðrir þættir áhrif á að eldsvoðinn varð mannskæður, Breytingar sem gerðar höfðu verið á húsinu voru ekki í samræmi við samþykktar teikningar og brunavarnir voru ófullnægjandi. Yfir 70 voru skráðir með heimilisfang í húsinu og veikleikar í kerfum og regluverki komu skýrt í ljós. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Gestir Kastljós eru Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og og Regínu Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri brunavarnarsviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Söngkonan og söngskáldið Jelena Ciric er fyrsti dagskrárþulur Rásar 1 af erlendum uppruna. Hún hefur búið á Íslandi í níu ár og segir yfirvöld ættu að leggja meiri áherslu á íslenskukennslu. Við kíkum á vakt með Jelenu í lok þáttar.
Valinkunnir tónlistarmenn flytja nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson.
Helgi Björns hefur lengi verið í sviðsljósninu, bæði sem leikari og söngvari. Hann var í hljómsveitinni Grafík og seinna konungur sveitaballanna um langt skeið með hljómsveit sinni Síðan skein sól. Á undanförnum árum hefur hann gert vinsælar plötur með hestamannalögum ásamt Reiðmönnum vindanna. Í þættinum flytur hann nokkur af þekktari lögum sínum.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við spjöllum við tónlistarfólk sem tengist hafinu á ýmsan hátt. Elst upp við það, eða hreinlega á því. Loks taka óvæntir skipsfélagar, þeir Benni Hemm Hemm og Páll Óskar, nýtt lag saman.

Hildur og Alexander vita ekkert skemmtilegra en einmitt að grúska í geymslunni hennar ömmu. Þar er aldeilis nóg af dóti! Þau láta ímyndunaraflið ráða og búa til eitthvað nýtt úr gömlum hlutum á verkstæðinu.
Umsjón: Hildur Eva Höskuldsdóttir og Alexander Ottó Þorleifsson
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Elvar Egilsson
Hildur og Alexander finna gamalt sængurver í geymslunni og ákveða að búa til tjald úr því á verkstæðinu.
Breskir gamanþættir frá 2022 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2010. Garðabrúða er ung stúlka með afar sítt töfrahár. Hún elst upp lokuð inni í háum turni í leynilegum dal og dreymir um að komast út. Dag einn brýst þjófurinn Flynn inn í turninn og hún sannfærir hann um að aðstoða sig við að flýja. Það reynist upphafið að heilmiklu ævintýri.

Breskir sakamálaþættir byggðir á skáldsögum eftir P. D. James. Rannsóknarlögreglumaðurinn og ljóðskáldið Adam Dalgliesh rannsakar sakamál um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Bertie Carvel. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Leikin frönsk þáttaröð frá 2023 um frönsku ofurfyrirsætuna, leik- og söngkonuna Brigitte Bardot. Fylgst er með Bardot fóta sig í breyttum veruleika við upphaf frægðar sinnar árið 1949 til ársins 1960. Aðalhlutverk: Julie de Nunez, Victor Belmondo og Géraldine Pailhas. Leikstjórn: Christopher Thompson og Danièle Thompson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.