
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi hefur áhyggjur af því að barnið hans sem hefur tekið ástfóstri við krákubarn byrji að haga sér eins og kráka!
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Breskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Halldóra Geirharðsdóttir, Kormákur Geirharðsson, Atli Óskar Fjalarsson og Davíð Þór Katrínarson.
Íslensk þáttaröð þar sem Logi Pedro skoðar heim og sögu íslenskrar hönnunar. Í þáttunum er lögð áhersla á arkitektúr, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun og rætt við starfandi hönnuði í hverri grein um verk þeirra og störf. Framleiðsla: 101 Productions.
Í þessum þætti fjallar Logi Pedro um vöruhönnun á Íslandi. Hann hittir Björn Blumenstein sem hefur undanfarin ár hannað vörur úr endurunnu plasti í gegnum fyrirtækið sitt, Plastplan. Hann hittir einnig Birtu og Hrefnu hjá Stúdíó fléttu og heimsækir hönnuðinn Garðar Eyjólfsson.
Fjögurra þátta röð um þá sem enn stunda hefðbundinn búskap við innanvert Ísafjarðardjúp. Saga búskapar er rakin og spáð í framtíðina á einlægan og raunsæjan hátt. Tónlistina samdi Mugison en Þóra Arnórsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir önnuðust dagskrárgerð.
Steinsteypuöldin er þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar og Péturs H. Ármannssonar. Þar er rakin saga byggingarlistar og borgarskipulags í Reykjavík á tuttugustu öld. Þáttaröðin hefst 1915, í stórbrunanum þar sem eyddust fjölmörg timburhús í bænum. Þá hófst tími steinsteypuhúsanna. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Heimildarþættir um samfélagsmiðla í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Í þáttunum rýnum við í samfélagsmiðlanotkun Íslendinga og skoðum hvaða áhrif þeir hafa á líf okkar og sjálfsmynd. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Í þessum þætti skoðum við hversu hratt fréttir og umræða ferðast á samfélagsmiðlum, rýnum í mátt miðlanna þegar ímynd einstaklings hefur beðið hnekki og skoðum útbreiðslu falsfrétta á Íslandi.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Fyrsta Kilja haustmisserisins er á dagskrá RÚV nú á miðvikudagskvöld. Við förum til Akureyrar og ræðum við Óskar Þór Halldórsson um dularfullan sjúkdóm sem hann hefur ritað bók um - Akureyrarveikina svonefnda. Fjöldi fólks veiktist af þessum sjúkdómi, víða um land, sumir biðu varanlegan skaða, en aldrei hefur fengist almennileg skýring á því hvers eðlis hann var. Júlía Margrét Einarsdóttir talar við okkur um skáldsögu sína Dúkkuverksmiðjuna - bókin gerist vestur á fjörðum. Við spjöllum við Brynju Hjálmsdóttur um Eat Frozen Sh.... en það er safn íslenskra orða sem geta talist gróf eða ókurteisleg - með útleggingum á ensku. Í Bókum og stöðum förum við í Kaldbaksvík á Ströndum en þar verða meðal annarra á vegi okkar Önundur tréfótur og Magnea frá Kleifum. Gagnrýnendur okkar fjalla um þrjár bækur: Mara kemur í heimsókn eftir íslensk/rússneska skáldið Natasha S, Og þaðan gekk sveinninn skáld sem er safn ritgerða um Thor Vilhjálmsson og Sjö manngerðir sem finna má í bókabúðum eftir Shaun Bythell.
Fimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Bresk þáttaröð um dýralæknastofu í Yorkshire á fjórða áratugnum. Þættirnir byggjast á bókum eftir Alf Wight sem skrifaði undir nafninu James Herriot. Aðalhlutverk: Nicholas Ralph, Anna Madeley og Samuel West.

Stórkemmtilegur fjölskylduþáttur tileinkaður listum og menningu barna og ungmenna í ljósi þess að ekki er hægt að halda Barnamenningarhátíð með eðlilegum hætti. Í þættinum heyrum við meðal annars frumsamið píanóverk eftir 12 ára snilling, söngkonan Bríet flytur nýtt lag, við skoðum býflugur og eldgosa-óskir, Emmsjé Gauti og Johnny boy ræða rapp og margt fleira. Þátturinn er unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg. Kynnar: Sigyn Blöndal og Mikael Emil Kaaber. Pródusent: Jakob Halldórsson.
Allskonar skemmtileg lög fyrir yngri kynslóðina.
Salka Sól syngur lagið Heimskringla á Sögum verðlaunhátíð barnanna árið 2020. Lagið er eftir Tryggva M. Baldvinsson og textinn eftir Þórarinn Eldjárn en Þórarinn og systir hans Sigrún voru heiðursverðlaunahafar hátíðinnar.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason tengir bækur af alkunnri snilld við hina ýmsu staði landsins. Í þættinum fer Egill á Rauðasand og fjallar um bókina Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Sagðar eru sögur frá Rauðasandi og fólkinu sem þar bjó.
Kristján Franklín Magnús les upp franskan texta eftir Árna Magnússon um Guðrúnu Eggertsdóttur og frægt ljóð eftir Matthías, um Eggert Ólafsson sem drukknaði ásamt brúði sinni í Breiðafirði.
Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Þáttaröð í sex hlutum þar sem Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir kryfja til mergjar geðheilsu og greiningu á andlegri vanheilsu ungs fólks, en kvíði og aðrir andlegir kvillar eru sívaxandi vandamál. Í þáttunum er fjallað um nokkra tiltekna kvilla, meðferð og mögulegar úrlausnir, algengar mýtur og rætt við fólk sem greinst hefur með geðröskun, aðstandendur og fagfólk. Þættirnir eru sjálfstætt framhald Edduverðlaunaþáttaraðarinnar Framapots. Leikstjóri: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleitt af Sagafilm.
Hver er munurinn á kvíða og kvíðaröskun? Glíma virkilega allir við kvíða? Steiney og Sigurlaug Sara kanna einkenni, áhættu og afleiðingar kvíðaröskunar. Þær ræða við sérfræðinga um lausnir, hjálpa yfirmanni sínum að komast yfir afmarkaða fælni og hitta nokkra frambærilega kvíðasjúklinga.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Íslensk heimildarmynd frá 2024 um sögu riðuveiki í sauðfé á Íslandi. Fjallað er um hvernig riða barst hingað til lands seint á nítjándu öld, baráttuna við sjúkdóminn og leitina að verndandi geni gegn honum. Leikstjórn: Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason. Framleiðsla: Ljósop.
Önnur þáttaröð þessara bresku spennuþátta sem gerast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Stríðið hefur náð til Norður-Afríku þar sem herdeild Harrys tekst á við erfiðar aðstæður í eyðimörkinni. Orrustan geisar í lofti yfir Manchester og íbúar á meginlandi Evrópu eru komnir á ystu nöf. Handritshöfundur: Peter Bowker. Aðalhlutverk: Jonah Hauer-King, Zofia Wichlacz og Lesley Manville. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Breskt drama í tveimur hlutum frá 2022 byggt á samnefndri skáldsögu Andrews O‘Hagans. Eitt óleymanlegt kvöld í skoskum smábæ árið 1986 myndast ævilöng vinátta James og Tully. Þrjátíu árum síðar kemst Tully að því að hann er dauðvona og ber upp bón sem reynir á vináttuna. Aðalhlutverk: Tony Curran, Martin Compston, Tom Glynn-Carney og Rian Gordon. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd frá 2021 um feril bandaríska dansarans og danshöfundarins Twylu Tharp sem spannar sex áratugi. Leikstjóri: Steven Cantor.