
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er hræddur um að börnin hans muni elska vélmenna-barnfóstruna meira en sig. Hann verður að stoppa vélmennið áður en það gerist.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft reynir að laga loftfarið sitt án árangurs. Sjón fylgist spennt með krökkunum keppa í Fánaráni og Áróra tekur til í náttúrunni og heimsækir Sorpu.
Sumir staðir skipta okkur meira máli en aðrir. Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Gísli Marteinn Baldvinsson ræðir við Þórarinn Eldjárn sem leiðir áhorfendur á staðinn sem hafði mótandi áhrif á hann.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Íslenski torfbærinn eins og hann þróaðist hefur algjöra sérstöðu í heiminum. Hann er ekki bara minjaarfur fyrir Ísland hann er líka arfur fyrir allan heiminn,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, kennari við ferðamáladeild Háskólans á Hólum sem vinnur nú að rannsókn á viðhorfum landsmanna og ferðamanna til torfhúsa á Íslandi.
Bandarísk fjölskyldumynd frá 2016 um stúlkuna Monicu sem á í einstöku sambandi við hestinn sinn. Hann er ólíkur öðrum hestum að því leyti að hann getur talað við hana og saman hjálpast þau að við að láta drauma sína rætast. Leikstjóri: John Rogers. Aðalhlutverk: Sarah Lieving, Aaron Johnson Araza og Jesse Bell.
Dönsk gamanmynd frá 2022 í leikstjórn Papriku Steen. Þegar dóttir Piv og Ulriks byrjar í nýjum skóla kynnast hjónin stigveldi, samkeppni og græsku hinna foreldranna, sérstaklega þegar kemur að vinsælu skólaferðalagi. Aðalhlutverk: Amanda Collin, Nikolaj Lie Kaas og Lisa Loven Kongsli.
Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við morðgátur í ensku þorpi. Meðal leikenda eru Neil Dudgeon og Nick Hendrix. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsögulegir breskir sakamálaþættir frá 2021. Þrettán árum eftir morðið á hinum átján ára Stephen Lawrence berjast foreldrar hans enn fyrir réttlæti honum til handa. Rannsóknarlögreglumaðurinn Clive Driscoll er sannfærður um að hægt sé að leysa málið þrátt fyrir andstöðu innan lögreglunnar. Aðalhlutverk: Sharlene Whyte, Steve Coogan og Hugh Quarshie. Leikstjóri: Alrick Riley. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti heimsækja Erlen og Lúkas Húsdýragarðinn og kynnast selunum, hreindýrunum og refunum. Í Tilfinningalífi velta Sölvi og Júlía því fyrir sér hvers vegna við verðum stundum reið og hvernig hægt er að stjórna reiðinni. Í Jörðinni fjalla Baldur og Linda um allt plastið sem er til í heiminum.
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Krakkarnir æfa og flytja lagið „Inní mér syngur vitleysingur“ með Sigur Rós, ásamt því að fjalla um frægar íslenskar hljómsveitir í útlöndum. Þá kynnumst við honum Hilmi Þór gítarleikara betur og hann segir okkur meðal annars frá hinni hljómsveitinni sinni. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Saxófón leikari: Birkir Blær Ingólfsson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Ólöf Sverrisdóttir les sögur og ævintýri fyrir krakkana sem koma í heimsókn í Sögubílinn.
Björg Bókavera er í sögubílnum í þetta skipti og talar um söguna um Línu langsokk. Björg langar mikið að vera eins og Lína en eftir miklar vangaveltur ákveður hún að það sé bara best að vera hún sjálf.
Leikarar: Ólöf Sverrisdóttir sem Björg Bókavera.
Handrit: Ólöf Sverrisdóttir.
Krakkar: Anna Alexandra Petersen, Álfdís Freyja Hansdóttir, Ingveldur Þóra Samúelsdóttir, Hildur Anna Geirsdóttir, Filippía Þóra Jónsdóttir, Alex Leó Kristinsson, Helga Xochitl Ingólfsdóttir, Helena Heiðmundsdóttir og Hildur Heiðmundsdóttir.