
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Þáttaröð frá 2015 úr smiðju Ævars vísindamanns. Í þessari þáttaröð leggur Ævar allt undir. Laufblásara-knúin svifbretti, segulskór og skordýrahamborgari eru bara nokkrar af þeim æsispennandi tilraunum sem koma fyrir. Dagskrárgerð: Ævar Þór Benediktsson og Eggert Gunnarsson
Í þessum fyrsta þætti ætlar Ævar að rannsaka farartæki. Við fræðumst um fyrstu flugvélina, skoðum íslenskan kafbát og svo reynir Ævar að hjóla til Viðeyjar.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Heimildarþáttaröð frá 2020. Ofurhuginn Børge Ousland er enginn venjulegur útivistarmaður. Haustið 2019 hélt hann yfir Norður-Íshafið á skíðum og tók ferðina upp. Svaðilförin gekk ekki alveg að óskum og Ousland glímir við hrikalegar aðstæður á hjara veraldar.
Heimildarmynd frá 2022 um rithöfundinn Vigdísi Grímsdóttur. Auður Jónsdóttir tekur Vigdísi tali og vinir og samferðamenn tala um kynni sín af henni. Rætt er um feril hennar og árin sem hún stundaði kennslu á Ströndum.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Tómas Rasmus greindist með krabbamein í hægri fæti og var aflimaður. Tómas er kennari með dellu fyrir skák, golfi og bridds. Hann segist vera húmoristi sem höktir um á öðrum fæti.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Guðrún fæddist árið 1935 á Blönduósi. Hún lauk námi í arkitektúr frá Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1963 og starfaði um skeið þar í borg en fluttist búferlum heim 1966 og hóf rekstur teiknistofunnar Höfða. Hún var forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur um skeið og stofnaði síðar teiknistofu undir eigin nafni og átti mikinn þátt í að skipuleggja Seljahverfi í Reykjavík.
Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Fjallað er um ljósmynd sem tekin var í tilefni 75 ára afmælis Júlíönu Friðriku Tómasdóttur. Gylfi Pálsson, barnabarn Júlíönu Friðriku, segir frá ömmu sinni og stórfjölskyldunni. Hörður Geirsson, safnstjóri ljósmynda á Minjasafni Akureyrar, segir nánar frá ljósmyndinni og ljósmyndaranum, syni Júlíönu Friðriku, Eðvarði Sigurgeirssyni.
Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.
Þáttur í tilefni af degi íslenskrar tungu. Barnamenningarverkefnið List fyrir alla býður unglingum í grunnskólum landsins að semja lög og texta í samstarfi við íslenskt listafólk. Í ár býðst þátttakendum að vinna með Birgittu Haukdal, Friðriki Dór, Klöru Elías, Unnsteini Manúel og Vigni Snæ. Verkefninu Málæði er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum. Kynnar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Killian Gunnlaugur E. Briansson.

Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bjarmi slær metið sitt í að halda á lofti en Bjalla og Bolli verða fyrir barðinu á risavöxnum fótboltanum hans Bjama. Bjalla meiðist og Bolli reynir að sannfæra hana um að leita sér aðstoðar.
Ylfa og Máni mæta aftur í Matargat og búa til tvær mismunandi og gómsætar pizzur.
ÍþróttaTÍMI heldur áfram og að þessu sinni keppa liðin Tveir fellar og Stjörnurrnar.
Sigyn fær fluggáfaða krakka til að hjálpa sér að leysa ráðgátur um land allt. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Leiðangurinn er í Vestmannaeyjum í dag og við förum upp á nýjasta eldfjallið í eyjunni, Eldfell. Það er ýmislegt sem gengur á en tekst stelpunum að finna réttan stað græða hjartað í eldfjallið aftur?
Þáttakendur:
Alexandra Ósk Viktorsdóttir
Anna Sif Sigurjónsdóttir
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Á Grenivík búa tæplega 400 manns og þar ólst handritshöfundurinn Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir upp. Viktoría Hermannsdóttir röltir með Karen um æskuslóðir hennar á Grenivík.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Umsjón: Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Elíza Geirsdóttir Newman, Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, Arngrímur Fannar Haraldsson og Gunnar Ólason.

Hugljúf kvikmynd frá 2017 um eldri hjón sem ákveða að fara í síðasta ferðalagið á húsbílnum sínum áður en það verður um seinan. Þau keyra frá heimili sínu í Massachusettes til Flórída til að sjá heimili Ernests Hemingways. Á leiðinni rifja þau upp liðna tíð og kynnast nýjum hliðum hvort á öðru. Aðalhluverk: Donald Sutherland og Helen Mirren. Leikstjóri. Paolo Virzi.

Bandarísk spennumynd frá 2014. Þegar Kat Connors var 17 ára hvarf móðir hennar sporlaust. Nokkrum árum síðar rennur upp fyrir Kat hversu djúpstæð áhrif hvarfið hafði á hana. Hún einsetur sér að komast að því hvað varð um móður hennar. Leikstjóri: Gregg Araki. Aðalhlutverk: Shailene Woodley, Eva Green og Christopher Meloni. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.

Fjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.