Morgunútvarpið

24. feb - Byggjum betur, borgarmálin og Þýskaland

Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur, verður á línunni frá Þýskalandi þegar við gerum upp kosningarnar þar í landi og ræðum hvað tekur við.

Reglulega er okkur höfuðborgarbúum sagt búa okkur og hús okkar undir stóran skjálfta en hvað þýðir það og þola öll hús jafn stóran skjálft og gæti riðið hér yfir? Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu ræðir málið við okkur.

Í dag eru þrjú ár liðin frá allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Victoria Snærós Bakshina tungumálakennari frá Rússlandi kemur til okkar.

Við ræðum stöðuna í borginni og boðaðar aðgerðir nýs meirihluta við Björn Gíslason, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.

Íþróttir helgarinnar.

Hópur fólks skorar á borgaryfirvöld stýra uppbyggingu fallegra umhverfis undir yfirskriftinni: Byggjum betur. Egill Sæbjörnsson er einn þeirra -við ræðum við hann.

Frumflutt

24. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,