Morgunútvarpið

9. Okt. -Tennisboltar, olíuverð, pedri-kjöt o.fl..

Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, sem liggur vanalega ekki á skoðunum sínum, segir farir sínar ekki sléttar af boltamálum á ATP mótaröðinni í Tennis. Hann segir boltana orðna flata og hæga og aðeins henta tveimur bestu spilurum heims sem eiga það sameiginlegt miklum krafti í uppgjöfum. Við ætlum ræða mótið, breytta bolta og tennismenninguna hér heima við Andra Jónsson, landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands í tennis.

Björn Berg Gunnarsson verður með sitt reglulega fjármálahorn.

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, ræðir við okkur um heimsmarkaðsverðið á olíu sem hækkaði mikið í síðustu viku og hefur haft töluverð áhrif á ýmsa markaði.

Í gær ræddum við við Kjartan Ragnars, lögmann og stjórnarmann í Myntkaupum, um rafmyntamarkaðinn í ljósi kosninganna vestanhafs en báðir forsetaframbjóðendirnir hafa - nokkuð óvænt - lýst yfir vilja til styðja við þann markað og iðnaðinn sem honum tengist. Kjartan sagði töluverð viðhorfsbreyting hefði orðið í þessum málum. Í dag ætlum við ræða þessi sömu mál við Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics, en hann hefur verið mjög gagnrýninn þegar kemur rafmyntum.

Líkt og fjallað var um í fréttum í gær stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá kennurum um hvort boða eigi til verkfalls í átta skólum; fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla. Við ætlum ræða möguleg verkföll og sögu kennaraverkfalla hér á landi við Sigurð Pétursson, sagnfræðing, sem mikið hefur skrifað um verkalýðsmálin en hann hefur einnig komið heimildamynd um kennaraverkföll sem hafa litað íslenskt samfélag.

Bretar eru mögulega skammt frá því leyfa kjöt sem framleitt er á vísindastofum til manneldis samkvæmt ítarlegri grein Guardian frá því í gær. Hver eru vísindin baki foie gras í pedri diski? Við ræðum málið við Arnar Pálsson prófessor í lífupplýsingafræði.

Það vakti umræðu í gær þegar sagt var frá því Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins teldi skoða ætti kosti þess stofna íslenskt varnarlið sem hefði hernaðarlega þjálfun. Við ræðum við Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðingur um hversu raunhæft eða óraunhæft stofnun íslensks varnarliðs er.

Tónlist:

Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.

Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.

Metronomy, Tellier, Sébastien - J'en ai azzez vu.

Carpenter, Sabrina - Taste.

Kaleo - USA Today.

Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.

pale moon - I confess.

Frumflutt

9. okt. 2024

Aðgengilegt til

9. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,