Morgunútvarpið

18. sept - Portúgal, Gaza og andleg líðan

Við ætlum ræða mikla gróðurelda í Portúgal í upphafi þáttar en rauðu neyðarstigi hefur verið lýst yfir þar í landi og óskað eftir aðstoð Evrópusambandsins til styðja við slökkvistarf. Við ræðum við Lindu Kristínu Ragnarsdóttur sem er búsett í Castelo Branco í Portúgal.

Bandaríska stórfyrirtækið Amazon hefur gefist upp á fjarvinnu og krefst þess starfsmenn mæti á skrifstofuna fimm daga vikunnar - en nokkur bandarísk fyrirtæki hafa farið sömu leið undanförnu. Við ræðum við Adríönu Karólínu Pétursdóttur, formann Mannauðs, um þessar breytingar og áhrif þeirra.

Kjartan Orri Þórsson, kennari við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Írans, verður gestur okkar korter í átta. Nýr forseti landsins sagði á mánudag siðgæðislögregluna ekki lengur skipta sér af höfuðslæðum kvenna, en 34 konur hófu um helgina hungurverkfall til vekja athygli á því áfram þurfi berjast fyrir kvenréttindum í Íran.

Þýskir fjölmiðlar krefjast þess senda fréttamenn til Gaza. Í sameiginlegrar kröfu þeirra til Ísraelsstjórnar segja þeir nær algjört fjölmiðlabann nær fordæmalaust á síðari árum. Meðal þeirra sem þess krefjast eru Der spigel, Die Welt og ríkismiðlarnir ARD and ZDF. Við ræðum málið við Valgerði Önnu Jóhannsdóttur, dósent við Háskóla Íslands.

Það er óneitanlega drungi yfir samfélaginu núna vegna ýmissa erfiðra frétta undanfarið. Sturla Brynjólfsson, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðastöðinni, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu og ætlar ræða við okkur um líðan þjóðar og hvernig best hlúa geðheilsunni þegar erfið mál einkenna umræðuna.

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur und­an­förnu rann­sakað magn PCB-meng­un­ar í eggj­um og sil­ungi á Heiðarfjalli og í Eiðis­vatni á sunn­an­verðu Langa­nesi. Vitað er mikið magn spilli­efna er á Heiðarfjalli eftir þar var starf­rækt rat­sjár- og fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­hers á ár­un­um 1957-1970. Nýlegt áhættumat sýndi m.a. fisk­ur á svæðinu inni­held­ur PCB í magni langt um­fram þol­an­leg mörk dag­legr­ar neyslu. Við ræðum toxískar leifar bandaríkjahers við Kristínu Kröyer, sérfræðing í mengunareftirliti hjá Umhverfisstofnun.

Frumflutt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

18. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,