Morgunútvarpið

14. jan. -Loftslagsmál, Bárðarbunga, pólitík og íþróttir

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður og mannfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hann skrifaði ítarlega úttekt á vef RÚV í gær þar sem spurt var hvort of margir erlendir leikmenn væru í íslenskum félagsliðum.

Við ræðum um flugvöllinn og tilvist hans við Martin Swift og Margréti Möndu Jónsdóttur meðlimi í samtökunum Hljóðmörk.

2024 er hlýjasta ár síðan mælingar hófust. Það er enn fremur fyrsta árið þar sem meðalhiti er meira en 1,5° hærri en hann var fyrir iðnbyltingu. Anna Hulda Ólafsdóttir skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar kemur til okkar.

Í gær var greint frá því tjón hefði orðið á yfir tuttugu bifreiðum vegna hola í höfuðborginni. Við ræðum þau mál við Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra í umferðardeild lögreglunnar.

Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu upp úr klukkan 6 í morgun. Hrinan líkist þeim sem verða við kvikuinnskot sögn náttúruvársérfræðings. Það þó erfitt staðfesta það á þessum tímapunkti. Við tökum stöðuna með Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor í jarðeðlisfræði.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins.

Við ræðum stöðuna í stjórnmálunum við Örnu Láru Jónsdóttur, þingmann Samfylkingar, og Þorgrím Sigmundsson, þingmann Miðflokksins.

Frumflutt

14. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,