Morgunútvarpið

23. okt - Stjórnmál, BRICS og loðna

Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum nýja úttekt bankans um loðnuveiðar.

Við ætlum fræðast um Mannfjöldasjóð Sameinuðu Þjóðanna og stöðu mannfjöldaþróunar fyrir árið í ár. Eva Harðardóttir og Vala Karen Viðarsdóttir hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna koma til okkar.

Þorleifur Þorleifsson sigurvegari í Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum kemur til okkar.

Nokkuð hefur verið rætt og deilt um framboð verkalýðsforingja til Alþingiskosninganna í nóvember en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa öll gefið kost á sér. Við ætlum ræða við Sigurð Pétursson, sagnfræðing sem mikið hefur skrifað um verkalýðsmál, um framboð sem þessi og setjum í sögulegt samhengi.

Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum Briks-ráðstefnuna sem stendur yfir í Rússlandi og stöðu stríðsins í Úkraínu.

Matarkarfan hefur hækkað samkvæmt tölum verðlagseftirlits ASÍ. Benjamin Julian hjá ASÍ lítur við hjá okkur og ræðir málið.

Frumflutt

23. okt. 2024

Aðgengilegt til

23. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,