Morgunútvarpið

23. okt - Stjórnmál, BRICS og loðna

Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum nýja úttekt bankans um loðnuveiðar.

Við ætlum fræðast um Mannfjöldasjóð Sameinuðu Þjóðanna og stöðu mannfjöldaþróunar fyrir árið í ár. Eva Harðardóttir og Vala Karen Viðarsdóttir hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna koma til okkar.

Þorleifur Þorleifsson sigurvegari í Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum kemur til okkar.

Nokkuð hefur verið rætt og deilt um framboð verkalýðsforingja til Alþingiskosninganna í nóvember en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa öll gefið kost á sér. Við ætlum ræða við Sigurð Pétursson, sagnfræðing sem mikið hefur skrifað um verkalýðsmál, um framboð sem þessi og setjum í sögulegt samhengi.

Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum Briks-ráðstefnuna sem stendur yfir í Rússlandi og stöðu stríðsins í Úkraínu.

Matarkarfan hefur hækkað samkvæmt tölum verðlagseftirlits ASÍ. Benjamin Julian hjá ASÍ lítur við hjá okkur og ræðir málið.

Frumflutt

23. okt. 2024

Aðgengilegt til

23. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,