Morgunútvarpið

Gestir á landsmóti hestamanna, bresku kosningarnar, mótmæli íbúa í Hafnarfirði og fréttir vikunnar.

Landsmót hestamanna nær hámarki um helgina, en fjölgað hefur á mótinu jafnt og þétt alla vikuna. Okkar eigin Hulda Geirsdóttir hefur verið í Víðidal undanfarna daga og hún tók púlsinn á stemmingunni í gær og hitti hressa hestamenn á förnum vegi.

Við hringdum til Bretlands en sögulegar þingkosningar fóru þar fram í gær þar sem Verkamannaflokkurinn vann stórsigur en núverandi valdhafar, Íhaldsflokkurinn, hlaut afhroð. Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths hefur verið okkar kona í Bretlandi lengi. Við heyrum í henni og tökum stöðuna hjá bresku þjóðinni. Hvernig eru úrslitin fara í bretann með te-inu núna í morgunsárið?

Við ræddum í gær þá ólgu sem er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. Borteigunum er ætlað dæla koldíoxíð ofan í bergið. Íbúar segja það vanti meiri reynslu á verkefnið og óvissuþættir séu um áhrif á umhverfið. Ekki verið mótmæla verkefninu sem slíku heldur staðsetningunni. Í gær sat hjá okkur Ólafur Elínarson, sem leiðir samskiptamál hjá Carbfix, og fór yfir málið. En er komið fulltrúum íbúa sem mótmæla þessum áformum. Þær Arndís Kjartansdóttir og Elínrós Erlingsdóttir komu til okkar

Og við fáum frækna kappa í Fréttir vikunnar. Annar er guðfaðir tónlistarumfjöllunar á Íslandi, segja, eftir áratugastarf á því sviði hjá Morgunblaðinu og á RÚV og hinn er mikill Genesis maður, FH-ingur og íþróttafréttamaður. Þeir Árni Matthíasson og Hörður Magnússon fóru yfir það sem þeim fannst markverðast í fréttum vikunnar.

Lagalisti:

Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).

Saint Motel - Cold cold man.

Lón - Hours.

Bob Marley & The Wailers - Is This Love.

The Mavericks - Dance The Night Away.

D:REAM - Things can only get better.

KK - Þjóðvegur 66.

Genesis - Follow You, Follow Me.

Frumflutt

5. júlí 2024

Aðgengilegt til

5. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,