Morgunútvarpið

Gjörningar í Dölum, sundleikhús, ristilskimanir, lundapysjur, Blómstrandi dagar

Í ár eru liðin 60 ár frá því starfsferill Hreins Friðfinnssonar listamanns hófst. Af þessu tilefni ákváðu hjónin Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum í Dölum heiðra Hrein með þremur gjörningum. Við slógum á þráðinn til Þorgríms og fengum vita meira.

Það er ekki oft sem leiksýningar eru settar upp í sundlaugum, en á sunnudaginn kemur verður frumsýnt leikverk í sundlauginni í Brautartungu í Lundarreykjadal sem ber yfirskriftina Konukroppar. Þær Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir komu til okkar og sögðu okkur meira af þessari óhefðbundnu sýningu.

Stefnt er á reglubundnar ristilskimanir fyrir 50 til 69 ára hefjist innan tíðar, en Heilsugæslan mun annast allt utanumhald. Hér á landi greinast hátt í 200 manns með ristilkrabba á ári hverju, sem er önnur algengasta dánarorsök allra krabbameina. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslunnar fór yfir verkefnið og tímaáætlunina með okkur.

Lunda hefur fjölgað verulega í Vestmannaeyjum á og stendur yfir hið svokallaða pysjutímabil þar sem litlar lundapysjur hugsa sér til hreyfings úr holum foreldranna og leggja í hann út í heim. Þau ferðalög leiða þær gjarnan í ógöngur en tvífætt aðstoðarfólk á ýmsum aldri kemur þá til bjargar. Við hringdum í Þóru Gísladóttur hjá SeaLife og Beluga Whale Sanctuary í Eyjum og fræddumst um stöðu lundapysjunnar í ár o.fl.

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar hefst í Hveragerði í dag og stendur út helgina. Þar kennir ýmissa grasa eins og við heyrðum af í spalli okkar við Sigríði Hjálmarsdóttur einn skipuleggjenda.

Lagalisti:

Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.

Musgraves, Kacey - Cardinal.

Rebekka Blöndal og Moses Hightower - Hvað þú vilt.

The Stranglers - No More Heroes.

WINGS - Let 'Em In.

Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.

Mammaðín - Frekjukast.

TEARS FOR FEARS - Everybody Wants To Rule The World.

Jón Jónsson - Ljúft vera til.

CORNERSHOP - Brimful of Asha (Norman Cook Remix).

Frumflutt

15. ágúst 2024

Aðgengilegt til

15. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,