Morgunútvarpið

16. apríl - Bensínverð, páskamatur og áhættur

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og stjórnarformaður Faxaflóahafna, verður gestur minn í upphafi þáttar þegar við ræðum komu skemmtiferðaskipa hingað til lands og stefnu í þeim málum.

Vígdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sagði í yfirlýsingu í tilefni 95 ára afmælis síns í gær hún óski sér þess heitast þjóðin standi vörð um náttúruna og íslenska tungu. Við ætlum ræða íslenska náttúru og stöðu náttúruverndar við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formann Landverndar.

Í gær ræddi ég við Davíð Þór Jónsson, prest, um fermingar og aukinn áhuga ungs fólks á kirkjunni. Við höldum umræðunni áfram og ræðum við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, formann Siðmenntar, um borgaralegar fermingar í ár og unga fólkið.

Veitingafólkið Ólafur Örn Ólafsson og Júlía Sif Ragnarsdóttir ræða við mig um páskamatinn í ár.

Andri Hrafn Sigurðsson, sálfræðingur, verður gestur minn eftir fréttayfirlitið hálf níu en hann skrifaði grein þar sem hann spurði hvort fótbolti væri verða vélmennafótbolti. Ég ræði við hann um áhættur og sjálfstæði í íþróttum og uppeldi.

Hægjast mun veru­lega á vexti olíu­eftir­spurnar á heims­vísu sam­kvæmt nýrri spá Alþjóð­legu orkumála­stofnunarinnar. Ég ræði við Björn Kristjánsson, sérfræðing hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, um áhrifin hér heima.

Frumflutt

16. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,