Morgunútvarpið

27. ágúst

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, verður gestur okkar í upphafi þáttar. Hún skrifaði grein á Heimildina í gær þar sem hún segir oft rætt um ójafna og óréttláta tekjuskiptingu hér á landi en minna fari fyrir umfjöllun um ójafna og óréttláta skiptingu eigna. Tölur um raunverulega eignastöðu ríkasta fólksins liggi ekki fyrir því stjórnmálamenn hafi ekki viljað bæta úr skorti á upplýsingum og gera þurfi gangskör í því rannsaka eignadreifingu á Íslandi. Við ræddum þessi mál við Kolbrúnu og kjaraviðræðurnar.

rannsókn á gögnum Hjartaverndar hefur leitt í ljós magn ákveðinna prótína í blóði er tengt áhættu á greinast síðar með Alzheimersjúkdóm. Vísindamenn Hjartaverndar og Háskóla Íslands fóru fyrir rannsókninni en niðurstöður hennar birtust í tímaritinu Nature Aging í síðustu viku. Við fengum Valborgu Guðmundsdóttur rannsóknarsérfræðing við Læknadeild og Hjartavernd og Vilmund Guðnason prófessor emeritus við Læknadeild og forstöðlækni Hjartavendar til segja okkur betur frá því.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja það til við borgarstjórn tekin verði aftur upp samræmd próf í grunnskólum borgarinnar, og prófunum verði fylgt eftir með kennsluátaki fyrir þá sem það þurfi. Við ræddum þessa hugmynd við Mörtu og Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en þær sitja báðar í skóla- og frístundaráði borgarinnar.

Hálfur mánuður er í dag þar til þing verður sett og ljóst þykja mikið muni ganga á í pólitíkinni á næstu mánuðum. Við ræddum við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann, og Kolbein Marteinsson, almannatengil, sem þekkja þessi mál vel.

Um allt land flykkjast börn í skóla á ný. Við ræðum mikið um hvar skóinn kreppir þegar kemur líðan og námi barnanna okkar en hvernig getum við stutt sem best við þau inn í þetta skólaár? Við fengum okkur bolla með Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Heimili og skóla.

Guðmundur Jóhannsson tæknisérfræðingur Morgunútvarpsins leit svo við hjá okkur í lok þáttar.

Frumflutt

27. ágúst 2024

Aðgengilegt til

27. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,