29. jan. -Lykt á 19. öld, DeepSeek, Svefn barna o.fl..
Við ætlum að heyra af áhugaverðu verkefni sem hefur verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Íslandssaga skynfæra: Sjálfsbókmenntir á Íslandi – þar er fjallað almennt um skynfæri fólks og hvernig þau eru háð sögulegum aðstæðum. Verkefnið vann Ragnhildur Björt Björnsdóttir, BA-nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún kemur til okkar.
Fólk kvartar sáran undan löngum biðröðum á læknavaktinni og erfiðleikum við að fá tíma á heilsugæslunni. Allt hefur þetta keðjuverkandi áhrif. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins lítur við hjá okkur.
Augu allra eru um þessar mundir á kínverska gervigreindarforrritinu DeepSeek. Við fáum Hafstein Einarsson dósent í tölvunarfræði og sérfræðing í gervigreind til að segja okkur betur frá.
Stefán Þorri Helgason sálfræðingur ræðir við okkur um um svefn barna.
Jón Gnarr tilkynnti í gær um það hvaða nefndarstörf biðu hans á nýju þingi. Þar á meðal er formennska í Vest-Norræna ráðinu. Við ræðum við hann um Vest-norrænt samstarf ofl.
Frumflutt
29. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.