Morgunútvarpið

01.10.2024

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum gengi krónunnar. Íslenska krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal síðan í júlí 2023.

Við ætlum ræða áhugaverða hluti í efnahagsmálum Frakka við Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Adriana Karólína Pétursdóttir formaður mannauðs kíkir til okkar. Við ætlum ræða gervigreind og framtíð vinnustaðarins en það er meðal þess sem tekið verður fyrir á mannauðsdeginum sem haldinn verður á föstudag.

Norður-Kórea varð á dögunum heimsmeistari kvenna 20 ára og yngri í fótbolta í þriðja sinn, en aðeins Bandaríkin og Þýskaland hafa unnið heimsmeistaramótið svo oft. Þá er A-landslið kvenna í Norður-Kóreu komið í níunda sæti á stigalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Við ætlum ræða við Jóhann Pál Ástvaldsson, íþróttafréttamann, um það sem er gerast í norður-kóreskri knattspyrnu og spyrja hvort Norður-Kórea verða stjórþjóð á knattspyrnuvellinum.

Í dag kemur út bókin Þjóðin og valdið: Fjölmiðlalögin og Icesave sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti hefur ritað. Þar tekur hann saman brot úr dagbókum sem hann hélt meðan deilurnar um fjölmiðlalögin og Icesave stóðu sem hæst. Ólafur ferð hörðum orðum um Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og segir hann meðal annars hafa hugsað og hegðað sér eins og fasisti. Við ætlum ræða samskipti þessara manna og bókina við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.

Sævar Helgi Bragason og vísindin.

Í nótt munu varaforsetaefni repúblikana og demókrata, þeir JD Vance og Tim Walz takast á í kappræðum. Við ætlum hita upp fyrir kappræðurnar með Friðjóni R. Friðjónssyni.

Tónlist:

Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.

TOPLOADER - Dancing In The Moonlight.

Fontaines D.C. - Favourite.

HJÁLMAR - Til Þín.

BEACH HOUSE - Space Song.

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

1. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,