27. maí -Áfengi og íþróttir, Þjóðverjar vígbúast, ástir Macrons o.fl.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við okkur í upphafi þáttar.
Sumarið er komið og mörg á leið erlendis. Við ætlum að ræða við Unu Magneu Stefánsdóttur, lögfræðing hjá Neytendasamtökunum, um réttindi flugfarþega og ýmislegt sem gott er að hafa í huga.
Þýskaland hefur í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöld staðsett hermenn varanlega erlendis með því að senda herdeild til Litháen. Þá útilokar varnarmálaráðherra Þýskalands ekki að herskylda verði aftur tekin upp í landinu. Við ræðum stefnubreytingu í varnarmálum Þýskalands og kostnaðinn við hana við Eirík Ragnarsson, hagfræðing sem búsettur er í Þýskalandi.
Við köfum ofan í samband Emmanuels Macrons og eiginkonu hans Brigitte Macron með Torfa Tulinius prófessor og sérfræðingi í frönskum málefnum.
Áfram er deilt um hvort og hvernig selja eigi áfengi á íþróttaviðburðum en í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að tekjur af veitingasölu séu nú meiri en af miðasölu. Við ræðum við Árna Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðing í æskulýðsmálum, og Mána Pétursson, umboðsmann og stjórnarmann í Knattspyrnusambandi Íslands.
Frumflutt
27. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.