Morgunútvarpið

27. maí -Áfengi og íþróttir, Þjóðverjar vígbúast, ástir Macrons o.fl.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við okkur í upphafi þáttar.

Sumarið er komið og mörg á leið erlendis. Við ætlum ræða við Unu Magneu Stefánsdóttur, lögfræðing hjá Neytendasamtökunum, um réttindi flugfarþega og ýmislegt sem gott er hafa í huga.

Þýskaland hefur í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöld staðsett hermenn varanlega erlendis með því senda herdeild til Litháen. Þá útilokar varnarmálaráðherra Þýskalands ekki herskylda verði aftur tekin upp í landinu. Við ræðum stefnubreytingu í varnarmálum Þýskalands og kostnaðinn við hana við Eirík Ragnarsson, hagfræðing sem búsettur er í Þýskalandi.

Við köfum ofan í samband Emmanuels Macrons og eiginkonu hans Brigitte Macron með Torfa Tulinius prófessor og sérfræðingi í frönskum málefnum.

Áfram er deilt um hvort og hvernig selja eigi áfengi á íþróttaviðburðum en í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því tekjur af veitingasölu séu meiri en af miðasölu. Við ræðum við Árna Guðmundsson, aðjúnkt og sérfræðing í æskulýðsmálum, og Mána Pétursson, umboðsmann og stjórnarmann í Knattspyrnusambandi Íslands.

Frumflutt

27. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,