Morgunútvarpið

10. september

Óvissustig almannavarna er í gildi í fyrir Norðurland og á Ströndum. Þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris og snjókomu til klukkan níu. Hefur nóttin gengið stórslysalaust fyrir sig? Jón Þór Víglundsson hjá Landsbjörgu ræðir við okkur.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá OECD og fyrrum ráðherra, verður á línunni frá París þegar við ætlum ræða stöðuna í frönskum stjórnmálum, nýjan forsætisráðherra þar í landi og mótmæli.

Við höfum verið fylgjast með Þjóðadeild Evrópu undanfarna daga þar sem eitt og annað hefur gengið á. Við ætlum beina sjónum landsliði San Marinó sem vann loksins sinn fyrsta mótsleik í sögunni, en tuttugu ár og 140 leikir eru síðan liðið hafði betur í vinnulandsleik gegn Liechtenstein, sem þeir höfðu einmitt betur gegn í þetta skiptið líka. Við ætlum ræða við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing, um þennan sögulega sigur og árangur smáríkja á knattspyrnuvellinum.

Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli í dag gegn því sem þau kalla skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. Við ræðum við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, og Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB.

Stytta Einars Jónssonar myndhöggvara af Þorfinni karlsefni er enn í geymslum Fíladelfíuborgar í Bandaríkjunum, tæpum sex árum eftir hún var skemmd og afhöfðuð. Við ræðum styttuna, Einar og skemmdarverk á styttum í mótmælum við Guðmund Odd Magnússon, Godd, prófessor við Listaháskóla Íslands.

Guðmudur Jóhannsson tæknispekingur Morgunútvarpsins lítur við hjá okkur í lok þáttar.

Frumflutt

10. sept. 2024

Aðgengilegt til

10. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,