5. júní -ASÍ um launahækkanir, heimavellir og varnarmál
Háværar gagnrýnisraddir hafa heyrst innan verkalýðshreyfingarinnar vegna 5,6% launahækkana þingmanna, ráðherra, forseta sem og æðstu embættismanna. Hækkanirnar taka gildi um mánaðamótin. Finnbjörn A. Hermannson forseti ASÍ verður á línunni.
Daði Rafnsson, íþróttasálfræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, ræðir við okkur um sálfræðileg áhrif heimavalla í knattspyrnu í ljósi breytinga á Laugardalsvelli.
Jöfnuður hefur gjarnan verið talinn meiri á Íslandi en víða annars staðar og lítið um stéttaskiptingu. En hvað um óefnislegan jöfnuð? Jón Gunnar Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir, prófessorar í félagsfræði við Háskóla Íslands, hafa verið að skoða þau mál og mæta til okkar.
Foreldra- og uppeldisfræðingarnir Helena Rut Sigurðardóttir og Rakel Guðbjörnsdóttir gefa góð ráð þegar kemur að því að skipuleggja sumarfríið hjá fjölskyldum.
Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við höldum áfram umræðu um varnartengd útgjöld.
Frumflutt
5. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.