Morgunútvarpið

13. mars -Mengaðir kroppar, sumarhlaup, tálbeituaðgerðir o.fl..

Fella á hluta Amazon-frumskógarins í Brasilíu vegna loftslagsráðstefnu COP sem þar fer fram í nóvember. Fjögurra akreina hraðbraut sem á byggja fyrir ráðstefnuna mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum regnskóginum. Við ræðum þessi mál og ráðstefnuna framundan við Guðmund Steingrímsson, stjórnarmann í Landvernd.

Vísindamenn við Rannsóknastofu í næringarfræði og Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði vinna rannsókn á mengunarefnum í Íslendingum. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni innan Evrópuríkja þar sem ætlunin er kanna hvort styrkur tiltekinna efna aukast eða minnka í Evrópubúum. Ása Valgerður Eiríksdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og eiturefnamælingum við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, kemur rannsókninni og segir okkur betur frá.

Á Alþingi í dag fer fram sérstök umræða um stöðu efnahagsmála í aðdraganda fjármálaáætlunar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er málshefjandi og verður gestur okkar.

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og dósent við félagsvísindasvið ræðir tálbeituaðgerðir við okkur.

Félag sjúkraþjálfara sendi frá sér aðvörunarorð í gær gegn því börn yngri en tveggja ára séu send til hnykkjara eða kírópraktors. Þá vara þau líka við allri hnykkmeðferð við einkennum sem ekki eru stoðkerfistengd hjá átján ára og yngri. Gunnlaugur Briem sem er formaður félagsins ræðir málið við okkur.

Arnar Pétursson, margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum og hlaupaþjálfari, verður gestur okkar í lok þáttar og gefur ráð til þeirra sem eru fara af stað inn í hlaupasumarið.

Frumflutt

13. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,