Morgunútvarpið

11. mars -Svefnlyf, hnúfubakar og loðnan, kosningar í Grænlandi o.fl..

Ísland er hástökkvari í notkun svefnlyfja samkvæmt úttekt rannsakenda á Norðurlöndum árið 2020. Þetta ár notuðu Íslendingar rúmlega 6 sinnum meira af algengustu svefnlyfjunum en Danir til mynda. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla og verkefnisstjóri Sofðuvel-átaksins segir okkur betur frá.

Fjallað var um áhrif hnúfubaka á loðnustofna í Morgunblaðinu í gær. Þar var meðal annars haft eftir Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðisflokks til skoðunar leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn­ir á afráni hnúfu­baka á loðnu­stofn­in­um við Ísland. En hvað er vitað um tengsl þarna á milli ef einhver eru? Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor í líffræði og sérfræðingur í sjávarspendýrum kemur til okkar.

Grænlendingar ganga kjörborðinu í dag en kosningar þar í landi hafa sjaldan vakið jafn mikla athygli eðli málsins samkvæmt. Við ræðum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrverandi formann Siumut-flokksins í Nuuk, um þau mál sem einkennt hafa kosningabaráttuna.

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna á húsnæðismarkaði og úttekt í Innherja þar sem fram kom séreignarstefnan væri á hröðu undanhaldi og eftir einungis fimm ár eigi 107 þúsund einstaklingar á aldrinum 25 til 49 ára hér á landi ekki sína eigin íbúð.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fréttir úr heimi tækninnar.

Við höldum áfram ræða við þá sem bjóða sig fram til formanns í VR, Bjarna Þór Sigurðsson og Þorstein Skúla Sveinsson.

Frumflutt

11. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,