Morgunútvarpið

7. feb. -Jarðmálmar sem Trump girnist, Superbowl, fréttir vikunnar o.fl..

Trump hefur viðrað hugmyndir um sjaldgæfa málma frá Úkraínu í skiptum fyrir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna. Hvaða efni er þetta sem hann sér í hyllingum? Sævar Helgi Bragason segir okkur betur frá því.

Í gær ræddum við við framkvæmdastjóra Húseigendafélagsins um breytingar sem félags- og húsnæðismálaráðherra ætlar gera á lögum um fjöleignarhús þannig þeir sem vilja vera með hund eða kött í sinni íbúð þurfi ekki lengur samþykki frá öðrum eigendum hússins - og vakti það viðtal nokkrar umræður. Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda, verður gestur okkar þegar við höldum áfram ræða málið.

Við ætlum góð ráð um jákvæða sálfræði frá Kristínu Lindu sálfræðingi hjá Huglind á Selfossi.

Úrslitaleikur NFL-deildarinnar, Super bowl, sem jafnframt er einn stærsti sjónvarpsviðburður heims, fer fram á sunnudaginn. Við leggjum yfir leikinn, liðin og stemninguna með Val Gunnarssyni og Þorkatli Magnússyni, sem stjórna hlaðvarpinu Tíu jördunum.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanni á Stöð 2, og Sigurði Þ. Ragnarssyni, veðurfræðingi og fyrrverandi bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

Frumflutt

7. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,