Morgunútvarpið

23. júní - Íran, hnefaleikar, bjór og beð

Við höldum áfram ræða stöðuna í Íran eftir tíðindi helgarinnar, við Guttorm Þorsteinsson, formann Samtaka hernaðarandstæðinga.

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Börn á aldrinum 1-4 ára eru líklegust til lenda í vandræðum í sundi eða drukkna. Þar á eftir koma börn á aldrinum 5-9 ára. Hildur Vattnes, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum fer fyrir átakinu og kemur til okkar.

Það vakti nokkra athygli á Vísi í gær garðyrkjufólk hefði áhyggjur af fyrirhugaðri bjórhátíð sem á halda í Lystigarði Akureyrar í næsta mánuði. Fólk í misjöfnu ástandi muni reika um garðinn og detta í beðin. Við ræðum þessar áhyggjur við skipuleggjanda hátíðarinnar, Reyni Grétarsson.

Sagt var frá því í fréttum um helgina Geislavarnir ríkisins veki athygli á innköllun á límmiðum sem innihalda geislavirk efni. Þá var sagt frá því á föstudag fimm ára barn hefði endað á Barna­spítal­an­um eft­ir hafa notað spöng frá Temu í nokkr­ar klukku­stund­ir Herdís Björk Brynjarsdóttir, teymisstjóri markaðseftirlits hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lítur við hjá okkur.

Meirihluti á íranska þinginu greiddi atkvæði með því loka fyrir skipaumferð um Hormússundið til bregðast við árásum Bandaríkjanna. Fimmtungur olíu heimsins er fluttur þar í gegn og við ræðum möguleg áhrif við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Við förum yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt á mánudegi.

Og hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir verður gestur okkar í lok þáttar en hún hefur undanfarið vakið mikla athygli og umræðu á samfélagsmiðlum.

Frumflutt

23. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,