Morgunútvarpið

13. febrúar - Borgin, samningatækni og matvöruverð

Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur, verður á línunni frá Þýskalandi í upphafi þáttar þegar við ræðum kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar þar í landi í næstu viku.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skrifaði í gær grein þar sem hún gagnrýndi oddvita Pírata sem sagði konurnar þyrftu koma og taka til þegar karlarnir hefðu verið með vesen og skellt öllu í uppnám. Sjálf sagðist hún vera karl með vesen. Við ræðum þessi mál við Magneu og stöðuna í borginni.

Í gær flutti mbl fréttir af því enn eitt árið yrði ekk­ert heild­stætt sam­ræmt mat á getu ís­lenskra barna í grunnskólum, sem hef­ur þó hrunið í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Fram­kvæmd slíkra prófa yrði flók­in og dýr og hefði „lít­inn til­gang“ sögn ráðherra. Hólmfríður María Ragnhildardóttir blaðamaður hefur haldið þétt utan um menntamálin undanfarið ár - hún kemur til okkar ræða stöðuna.

Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í samningatækni, ræðir við okkur um þau fræði út frá kjaradeilum hér heima og framferði Donalds Trump Bandaríkjaforseta þegar kemur samningagerð.

Matvöruverð tók stökk upp á við í nýjustu mælingu ASÍ og verkefnastjóri verðlagseftirlits sagði í gær það væri orðið þjóðarsport hækka vöruverð í janúar. Við ætlum ræða verðlag á Íslandi, aðgerðir og áhrif við tvo þingmenn, Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og Njál Trausta Friðbertsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Frumflutt

13. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,