Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur, verður á línunni frá Þýskalandi í upphafi þáttar þegar við ræðum kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar þar í landi í næstu viku.
Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skrifaði í gær grein þar sem hún gagnrýndi oddvita Pírata sem sagði að konurnar þyrftu að koma og taka til þegar karlarnir hefðu verið með vesen og skellt öllu í uppnám. Sjálf sagðist hún vera karl með vesen. Við ræðum þessi mál við Magneu og stöðuna í borginni.
Í gær flutti mbl fréttir af því að enn eitt árið yrði ekkert heildstætt samræmt mat á getu íslenskra barna í grunnskólum, sem hefur þó hrunið í alþjóðlegum samanburði. Framkvæmd slíkra prófa yrði flókin og dýr og hefði „lítinn tilgang“ að sögn ráðherra. Hólmfríður María Ragnhildardóttir blaðamaður hefur haldið þétt utan um menntamálin undanfarið ár - hún kemur til okkar að ræða stöðuna.
Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í samningatækni, ræðir við okkur um þau fræði út frá kjaradeilum hér heima og framferði Donalds Trump Bandaríkjaforseta þegar kemur að samningagerð.
Matvöruverð tók stökk upp á við í nýjustu mælingu ASÍ og verkefnastjóri verðlagseftirlits sagði í gær að það væri orðið þjóðarsport að hækka vöruverð í janúar. Við ætlum að ræða verðlag á Íslandi, aðgerðir og áhrif við tvo þingmenn, Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og Njál Trausta Friðbertsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.