Morgunútvarpið

7. nóv - Stjórnmál, lyfjamarkaður og umræðan

Við höldum áfram ræða áhrif niðurstaðna kosninganna vestanhafs í þætti dagsins, fyrst við Geir Sigurðsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Kína.

Björn Berg Gunnarsson mætir í fjármálahorn.

Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, ræðir einnig niðurstöður kosninganna vestanhafs, en talið er Robert F. Kennedy Jr. verði atkvæðamikill í heilbrigðismálum undir stjórn Donalds Trump, og hann hefur talað fyrir breytingum á eftirliti í lyfjamálum og er nokkuð gagnrýninn þegar kemur bóluefnum.

Hulda Þórisdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands kemur til okkar. Við ætlum ræða umræðu í kringum kosningarnar og hvernig er spilað á tilfinningar fólks með mismunandi hætti í kosningabaráttunni.

Við höldum síðan áfram ræða við fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í dag Davíð Þór Jónsson, oddvita Sósíalista í Suðvesturkjördæmi, og Theódór Inga Ólafsson, oddvita Pírata í Norðausturkjördæmi.

Frumflutt

7. nóv. 2024

Aðgengilegt til

7. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,